Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - ÍBV 26-29 | Vandræði ÍR halda áfram Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 27. mars 2014 21:30 Róbert Aron Hostert sækir að marki ÍR í kvöld. Vísir/Valli Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði. Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði.
Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira