„Mig hryllir við Facebook" Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 28. mars 2014 13:52 Facebook-síða tölvuleiksins. Vísir/skjáskot Markus Persson, betur þekktur sem Notch, hefur aflýst Oculus Rift-útgáfu leiksins Minecraft eftir að Facebook keypti fyrirtækið Oculus VR. Techcrunch greinir frá. Persson segir á Twitter síðu sinni að hann hafi bundið enda á samning sem snerist um að útfæra Minecraft fyrir sýndarveruleikagleraugun Oculus Rift. Þetta geri hann af því að hann hrylli við tilhugsunina að Facebook hafi keypt Oculus VR, fyrirtækið á bak við Oculus Rift. Facebook keypti Oculus Rift í vikunni fyrir 2 milljarða bandaríkjadala eða um það bil 227 milljarða króna. „Við vorum að tala saman um að útfæra Minecraft fyrir Oculus. Ég var að aflýsa þeim samning. Mig hryllir við Facebook," segir Notch á Twitter síðu sinni. Þegar eru til útfærslur á Minecraft fyrir Oculus Rift, eins og Notch greinir sjálfur frá. Þó eru þær ekki viðurkenndar af Mojang, tölvuleikjastúdíóinu sem er á bak við Minecraft. Mögulegt er þó að Notch skipti um skoðun síðar meir, svo ekki er öll von úti fyrir áhugamenn um Minecraft í sýndarveruleika. Fyrir neðan er tíst (e. tweet) Persson þar sem hann tilkynnir samræðuslit Oculus og Mojang.We were in talks about maybe bringing a version of Minecraft to Oculus. I just cancelled that deal. Facebook creeps me out.— Markus Persson (@notch) March 25, 2014 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Markus Persson, betur þekktur sem Notch, hefur aflýst Oculus Rift-útgáfu leiksins Minecraft eftir að Facebook keypti fyrirtækið Oculus VR. Techcrunch greinir frá. Persson segir á Twitter síðu sinni að hann hafi bundið enda á samning sem snerist um að útfæra Minecraft fyrir sýndarveruleikagleraugun Oculus Rift. Þetta geri hann af því að hann hrylli við tilhugsunina að Facebook hafi keypt Oculus VR, fyrirtækið á bak við Oculus Rift. Facebook keypti Oculus Rift í vikunni fyrir 2 milljarða bandaríkjadala eða um það bil 227 milljarða króna. „Við vorum að tala saman um að útfæra Minecraft fyrir Oculus. Ég var að aflýsa þeim samning. Mig hryllir við Facebook," segir Notch á Twitter síðu sinni. Þegar eru til útfærslur á Minecraft fyrir Oculus Rift, eins og Notch greinir sjálfur frá. Þó eru þær ekki viðurkenndar af Mojang, tölvuleikjastúdíóinu sem er á bak við Minecraft. Mögulegt er þó að Notch skipti um skoðun síðar meir, svo ekki er öll von úti fyrir áhugamenn um Minecraft í sýndarveruleika. Fyrir neðan er tíst (e. tweet) Persson þar sem hann tilkynnir samræðuslit Oculus og Mojang.We were in talks about maybe bringing a version of Minecraft to Oculus. I just cancelled that deal. Facebook creeps me out.— Markus Persson (@notch) March 25, 2014
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira