Dómarinn dæmdi sig vanhæfan Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2014 16:02 Vilhjálmur Bjarnason segir ástandið sjúkt vegna verðtryggingarinnar, fólk sé að drepa sig vegna lánanna, skilja og rífast fyrir framan börn sín. Vísir/Vilhelm Héraðsdómarinn Ásmundur Helgason felldi úrskurð í máli Hagsmunasamtaka heimilanna á hendur Íbúðalánasjóði varðandi verðtryggð lán sem samtökin telja ólögleg. Ásmundur úrskurðaði sjálfan sig vanhæfan til að dæma í málinu.Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, var boðaður til að hlýða á úrskurð í máli sem hann rekur á hendur Íbúðalánasjóði. Fyrir liggur frávísunarkrafa en úrskurðurinn gekk út á annað. Og kom Vilhjálmi ekki á óvart í þessu máli sem hann kallar það stærsta Íslandssögunnar.Stærsta mál Íslandssögunnar „Það varð músin úr þessu eins og öllu öðru. Hann segir sig frá málinu dómarinn. Úrskurðurinn er á þá leið að þetta geti haft almenna þýðingu fyrir lántaka hjá stefndu, Íbúðalánasjóði. Dómarinn tók 18 milljóna króna lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2007 og eru eftirstöðvar þess uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs rúmlega 26 milljónir í dag. Í ljósi þess telur dómari að fyrir hendi séu aðstæður sem séu fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu samkvæmt lögum og því víkur hann sæti í málinu,“ segir Vilhjálmur. Honum er gramt í geði, segir marga vilja sem minnst af málinu vita. Enda sé það svo flókið og stórt í sniðum og hann er ekki bjartsýnn á að það fái eðlilegan framgang. Kerfið muni leggjast gegn því enda muni blasa við annað hrun ef það fer eins og Vilhjálmur telur eðlilegast. „Við byrjuðum með þessi málaferli fyrir ári síðan, eitt stærsta mál Íslandssögunnar og ég er viss um að við höfum rétt fyrir okkur; útfærsla verðtryggingar á neytendalán er ólögleg allt frá 11. janúar 2001, þegar húsnæðislán voru sett undir neytendalán.“Átti að segja sig frá málinu strax Úrskurður dómarans núna kemur Vilhjálmi ekki á óvart og nú fer málið aftur til dómsstjóra. „Dómarinn er búinn að vera í tvo mánuði að átta sig á því að hann væri með verðtryggt lán. Auðvitað átti hann aldrei að taka við málinu. Hann er sem sagt búinn að tefja málið um tvo mánuði. Að mínu viti eru allir Íslendingar tengdir einhverjum sem er með verðtryggt lán og að sama skapi hljóta þá allir dómarar að falla undir það og er þá verið að tala um að það sé enginn dómari hæfur til að dæma í þessu máli?“ spyr Vilhjálmur. Hann útskýrir að dómarinn hafi bara átt að fjalla um frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs. „Íbúðalánasjóður fer fram á frávísun – þeir vilja náttúrlega geta haldið áfram að rukka ólöglegar verðbætur á lánin.“Sjúkt ástand Vilhjálmur segir ástandið sjúkt. „Við ætlum að skora á húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, að hlutast til um þetta mál og skipa Íbúðalánasjóði að draga til baka frávísunarkröfuna og fá fram efnislega niðurstöðu í málinu sem hlýtur að vera til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Þessi óvissa getur ekki hangið lengur yfir heimilunum.“ Vilhjálmur segir allt kerfið hanga á lyginni einni saman og senda eigi börnum þessa lands reikninginn. „Ég á sex börn og ég ætla ekki að bjóða þeim uppá þetta. Fólk er að drepa sig út um allt vegna þessa, skilja og rífast fyrir framan börnin sín,“ segir Vilhjálmur og rekur dæmi um lán sem hafa hækkað uppúr öllu valdi vegna verðtryggingarinnar. Tengdar fréttir Fjölskylda greiðir hálfan milljarð fyrir 26 milljóna lán Íslensk fjölskylda sem tekur 26 milljóna króna húsnæðislán er krafin um 466 milljón króna endurgreiðslu. 4. mars 2014 13:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Héraðsdómarinn Ásmundur Helgason felldi úrskurð í máli Hagsmunasamtaka heimilanna á hendur Íbúðalánasjóði varðandi verðtryggð lán sem samtökin telja ólögleg. Ásmundur úrskurðaði sjálfan sig vanhæfan til að dæma í málinu.Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, var boðaður til að hlýða á úrskurð í máli sem hann rekur á hendur Íbúðalánasjóði. Fyrir liggur frávísunarkrafa en úrskurðurinn gekk út á annað. Og kom Vilhjálmi ekki á óvart í þessu máli sem hann kallar það stærsta Íslandssögunnar.Stærsta mál Íslandssögunnar „Það varð músin úr þessu eins og öllu öðru. Hann segir sig frá málinu dómarinn. Úrskurðurinn er á þá leið að þetta geti haft almenna þýðingu fyrir lántaka hjá stefndu, Íbúðalánasjóði. Dómarinn tók 18 milljóna króna lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2007 og eru eftirstöðvar þess uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs rúmlega 26 milljónir í dag. Í ljósi þess telur dómari að fyrir hendi séu aðstæður sem séu fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu samkvæmt lögum og því víkur hann sæti í málinu,“ segir Vilhjálmur. Honum er gramt í geði, segir marga vilja sem minnst af málinu vita. Enda sé það svo flókið og stórt í sniðum og hann er ekki bjartsýnn á að það fái eðlilegan framgang. Kerfið muni leggjast gegn því enda muni blasa við annað hrun ef það fer eins og Vilhjálmur telur eðlilegast. „Við byrjuðum með þessi málaferli fyrir ári síðan, eitt stærsta mál Íslandssögunnar og ég er viss um að við höfum rétt fyrir okkur; útfærsla verðtryggingar á neytendalán er ólögleg allt frá 11. janúar 2001, þegar húsnæðislán voru sett undir neytendalán.“Átti að segja sig frá málinu strax Úrskurður dómarans núna kemur Vilhjálmi ekki á óvart og nú fer málið aftur til dómsstjóra. „Dómarinn er búinn að vera í tvo mánuði að átta sig á því að hann væri með verðtryggt lán. Auðvitað átti hann aldrei að taka við málinu. Hann er sem sagt búinn að tefja málið um tvo mánuði. Að mínu viti eru allir Íslendingar tengdir einhverjum sem er með verðtryggt lán og að sama skapi hljóta þá allir dómarar að falla undir það og er þá verið að tala um að það sé enginn dómari hæfur til að dæma í þessu máli?“ spyr Vilhjálmur. Hann útskýrir að dómarinn hafi bara átt að fjalla um frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs. „Íbúðalánasjóður fer fram á frávísun – þeir vilja náttúrlega geta haldið áfram að rukka ólöglegar verðbætur á lánin.“Sjúkt ástand Vilhjálmur segir ástandið sjúkt. „Við ætlum að skora á húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, að hlutast til um þetta mál og skipa Íbúðalánasjóði að draga til baka frávísunarkröfuna og fá fram efnislega niðurstöðu í málinu sem hlýtur að vera til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Þessi óvissa getur ekki hangið lengur yfir heimilunum.“ Vilhjálmur segir allt kerfið hanga á lyginni einni saman og senda eigi börnum þessa lands reikninginn. „Ég á sex börn og ég ætla ekki að bjóða þeim uppá þetta. Fólk er að drepa sig út um allt vegna þessa, skilja og rífast fyrir framan börnin sín,“ segir Vilhjálmur og rekur dæmi um lán sem hafa hækkað uppúr öllu valdi vegna verðtryggingarinnar.
Tengdar fréttir Fjölskylda greiðir hálfan milljarð fyrir 26 milljóna lán Íslensk fjölskylda sem tekur 26 milljóna króna húsnæðislán er krafin um 466 milljón króna endurgreiðslu. 4. mars 2014 13:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Fjölskylda greiðir hálfan milljarð fyrir 26 milljóna lán Íslensk fjölskylda sem tekur 26 milljóna króna húsnæðislán er krafin um 466 milljón króna endurgreiðslu. 4. mars 2014 13:31