Viðskipti erlent

Facebook vill nota dróna til koma interneti til jarðbúa

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kynnti á dögunum nýtt skref í áætlun fyrirtækisins sem gengur út á að gera öllum íbúum jarðarinnar kleyft að fá aðgang að internetinu. Til verksins kemur til greina að nota meðal annars lasergeisla og dróna.

Nú þegar er milljarður manna að nota Facebook, en þó hafa tveir þriðju jarðarbúa ekki aðgang að internetinu. Ef fyrirtækið ætlar að fjölga notendum sínum þarf þetta fólk að komast á internetið.

Fyrirtækið stofnaði til samsteypu fyrirtækja og stofnanna innan tæknigeirans á síðasta ári til að vinna að þessu verkefni, sem hlaut nafnið Internet.org. Samsteypan hefur unnið að þróun dróna sem geta verið í loftinu mánuðum saman sem, gervihnetti sem og infrarauða geisla, sem allt mun geta komið interneti til dreifðra byggða og vanþróaðra landa heimsins.

Meðal þeirra sem að samsteypunni koma eru Facebook, Nasa, Ericson, Nokia og Samsung, svo einhverjir séu nefndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×