Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2014 13:37 Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson. Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson.
Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira