Tíska og hönnun

RFF 2014: Litrík print og kvenlegir kjólar Siggu Maiju

Marín Manda skrifar
Margir biðu spenntir eftir að sjá fyrstu fatalínu Sigríðar Mariu Sigurjónsdóttur undir nafninu Sigga Maija sem sýnd var í Hörpu í dag.

Í samtali við Lífið sagðist hún hafa sótt innblástur frá París í kringum árið 1920 en þó undir formerkjum nútímakonunnar og hennar þarfa.

Sýningin var glæsileg með spennandi kjólum með litríku printi í bláu og rauðu en einnig einkenndist línan af litlum hálskraga og þröngum buxum sem víkkuðu út að neðan, netasokkum og bert í bakið.

Fatalína Siggu Maiju er kærkomin viðbót í íslenska tískuflóru. 


RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.