Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2014 23:58 Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór. Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór.
Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33