Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 10:30 Arsenal mætir Bayern München í kvöld í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en liðið er undir eftir fyrri leikinn, 2-0, og á erfitt verkefni fyrir höndum. Eins og fram kom fyrr í dag hefur það aðeins sex sinnum gerst í sögunni að lið hefur komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir að tapa fyrri leiknum á heimavelli. Arsenal-menn geta þó huggað sig við það að þeir unnu Bayern á sama velli á sama stigi keppninnar í fyrra, 2-0, en féllu þá úr leik á færri mörkuðum skoruðum á útivell. Wenger verður án aðalmarkvarðar liðsins, WojciechSzczesny, í kvöld sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum á Emirates-vellinum. Wenger finnst það gerast aðeins of oft. „Við höfum nokkrum sinnum spilað manni færri í Evrópu og alltaf undir mjög sérstökum kringumstæðum. Bæði í úrslitum Meistaradeildarinnar og nú gegn Bayern,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í gær. Arsenal missti einnig Robin van Persie af velli í útsláttarkeppninni gegn Barcelona fyrir nokkrum árum. Hollendingurinn sparkaði þá boltanum að marki Börsunga eftir að dómarinn hafði flautað og fékk gult spjald fyrir. Voru flestir sammála um að annað gult spjald væri ansi strangur dómur í jafnmikilvægum leik. „Þegar við mættum Barcelona og gátum komist áfram fengum við gult spjald þegar Robin van Persie sparkaði boltanum í burtu. Það var í fyrsta og eina skipti sem ég hef séð mann vera rekinn af velli fyrir slíkt í Evrópu. Ég vonast því til að við fáum sanngjarnt tækifæri til að spila ellefu á móti ellefu allan leikinn gegn Bayern,“ sagði Arsene Wenger. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira
Arsenal mætir Bayern München í kvöld í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en liðið er undir eftir fyrri leikinn, 2-0, og á erfitt verkefni fyrir höndum. Eins og fram kom fyrr í dag hefur það aðeins sex sinnum gerst í sögunni að lið hefur komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir að tapa fyrri leiknum á heimavelli. Arsenal-menn geta þó huggað sig við það að þeir unnu Bayern á sama velli á sama stigi keppninnar í fyrra, 2-0, en féllu þá úr leik á færri mörkuðum skoruðum á útivell. Wenger verður án aðalmarkvarðar liðsins, WojciechSzczesny, í kvöld sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum á Emirates-vellinum. Wenger finnst það gerast aðeins of oft. „Við höfum nokkrum sinnum spilað manni færri í Evrópu og alltaf undir mjög sérstökum kringumstæðum. Bæði í úrslitum Meistaradeildarinnar og nú gegn Bayern,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í gær. Arsenal missti einnig Robin van Persie af velli í útsláttarkeppninni gegn Barcelona fyrir nokkrum árum. Hollendingurinn sparkaði þá boltanum að marki Börsunga eftir að dómarinn hafði flautað og fékk gult spjald fyrir. Voru flestir sammála um að annað gult spjald væri ansi strangur dómur í jafnmikilvægum leik. „Þegar við mættum Barcelona og gátum komist áfram fengum við gult spjald þegar Robin van Persie sparkaði boltanum í burtu. Það var í fyrsta og eina skipti sem ég hef séð mann vera rekinn af velli fyrir slíkt í Evrópu. Ég vonast því til að við fáum sanngjarnt tækifæri til að spila ellefu á móti ellefu allan leikinn gegn Bayern,“ sagði Arsene Wenger.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira
Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45