Seat sneggsti framhjóladrifni bíllinn á Nürburgring Fiunnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 09:48 Seat bíllinn í brautinni í Nürburgring. Það er harla ósennilegt að Seat bíll smíðaður á Spáni sé sá sneggsti sem farið hefur Nürburgring brautina á sneggstum tíma framhjóladrifinna bíla. Þannig er það samt og hann er sá fyrsti sem fer hana á innan við 8 mínútum, eða nákvæmlega 7:58,4. Seat Leon Cupra 280 er þó enginn aumingi með sín 280 hestöfl og Brembo bremsum. Bíllinn sem setti metið var að auki á Michelin Pilot Sport Cup dekkjum. Helsta spurningin er nú hvort að 20 hestöflum öflugri Volkswagen Golf R eða hinn 280 hestafla nýi Honda Civic Type R muni ná þessu meti af Seat bílnum. Honda hefur reyndar látið hafa eftir sér að þeir ætli ekki að reyna við metið. Margir bílablaðamenn hafi frekar mælt með kaupum á Seat Leon Cupra 280 umfram Volkswagen Golf R, enda er hann ódýrari og þeir telja hann betri. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent
Það er harla ósennilegt að Seat bíll smíðaður á Spáni sé sá sneggsti sem farið hefur Nürburgring brautina á sneggstum tíma framhjóladrifinna bíla. Þannig er það samt og hann er sá fyrsti sem fer hana á innan við 8 mínútum, eða nákvæmlega 7:58,4. Seat Leon Cupra 280 er þó enginn aumingi með sín 280 hestöfl og Brembo bremsum. Bíllinn sem setti metið var að auki á Michelin Pilot Sport Cup dekkjum. Helsta spurningin er nú hvort að 20 hestöflum öflugri Volkswagen Golf R eða hinn 280 hestafla nýi Honda Civic Type R muni ná þessu meti af Seat bílnum. Honda hefur reyndar látið hafa eftir sér að þeir ætli ekki að reyna við metið. Margir bílablaðamenn hafi frekar mælt með kaupum á Seat Leon Cupra 280 umfram Volkswagen Golf R, enda er hann ódýrari og þeir telja hann betri.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent