Nýjasti bíll Koenigsegg er 1.341 kíló og 1.341 hestafl. Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 14:15 Koenigsegg Agera One:1. Nafnið á nýjast bíl sænska bílaframleiðandans Koenigsegg er viðeigandi en hann heitir Agera One:1. Það er til marks um það að fyrir hvert hvert kílógramm sem bíllinn vegur er eitt hestafl í farteskinu. Hann er semsagt 1.341 kíló og 1.341 hestafl. Vélin í bílnum er 5 lítra V8 með tveimur forþjöppum. Hún dugar honum til að ná 439 kílómetra hraða á klukkustund, en ekki kemur fram hvað hann er snöggur í hundraðið, en það gæti legið nálægt 2 sekúndum. Bíllinn er á afar breiðum dekkjum og þegar hann fer fyrir horn myndast 2G þrýstingur á ökumann, eitthvað sem ekki allir eru til í að upplifa. Þegar bíllinn er á 250 km hraða þrýstist hann niður, vegna hinna ýmsu vindkljúfa, með 610 kílóa þrýstingi í götuna til að auka stöðugleika hans. Koenigsegg áformar að smíða aðeins 6 bíla af þessari gerð og víst er að þau eru ekki ódýr. Annað er þó víst, þau eru öll uppseld. Agera One:1 er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent
Nafnið á nýjast bíl sænska bílaframleiðandans Koenigsegg er viðeigandi en hann heitir Agera One:1. Það er til marks um það að fyrir hvert hvert kílógramm sem bíllinn vegur er eitt hestafl í farteskinu. Hann er semsagt 1.341 kíló og 1.341 hestafl. Vélin í bílnum er 5 lítra V8 með tveimur forþjöppum. Hún dugar honum til að ná 439 kílómetra hraða á klukkustund, en ekki kemur fram hvað hann er snöggur í hundraðið, en það gæti legið nálægt 2 sekúndum. Bíllinn er á afar breiðum dekkjum og þegar hann fer fyrir horn myndast 2G þrýstingur á ökumann, eitthvað sem ekki allir eru til í að upplifa. Þegar bíllinn er á 250 km hraða þrýstist hann niður, vegna hinna ýmsu vindkljúfa, með 610 kílóa þrýstingi í götuna til að auka stöðugleika hans. Koenigsegg áformar að smíða aðeins 6 bíla af þessari gerð og víst er að þau eru ekki ódýr. Annað er þó víst, þau eru öll uppseld. Agera One:1 er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent