Opel Adam S spíttkanína Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 16:15 Opel Adam S. Líkt og margir aðrir bílaframleiðendur hyggst Opel bjóða kraftaútgáfu af sínum vinsæla smábíl, Adam. Hann mun væntanlega keppa helst við Fiat 500 Abarth og Mini Cooper S um hylli kaupenda sem kjósa litla kraftabíla sem ekki kosta of mikið. Opel Adam S verður knúinn sömu 1,4 lítra vélinni og er í hefðbundnum Adam, en þessi verður með forþjöppu og skilar 148 hestöflum til framhjólanna. Hann verður með 6 gíra beinskiptum kassa. Hámarkshraði bílsins er 220 km/klst. Eins og við má búast er fjöðrunin stífari í þessum bíl, bremsurnar stærri og stýrið nákvæmara. Það er OPC deild Opel sem kemur að þeim breytingum sem á bílnum eru. Bíllinn stendur á 18 tommu álfelgum og hann er með vindkljúf að aftan, „body kit“ allan hringinn og stærri pústgöt en sá hefðbundni. Innréttingin er líka talsvert breytt, framsætin eru frá Recaro með rauðum stöguðum saumi. Opel Adam S er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Tilkoma þessa bíls verður vafalaust til að auka enn vinsældir þessu snaggaralega og leglega bíls. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Líkt og margir aðrir bílaframleiðendur hyggst Opel bjóða kraftaútgáfu af sínum vinsæla smábíl, Adam. Hann mun væntanlega keppa helst við Fiat 500 Abarth og Mini Cooper S um hylli kaupenda sem kjósa litla kraftabíla sem ekki kosta of mikið. Opel Adam S verður knúinn sömu 1,4 lítra vélinni og er í hefðbundnum Adam, en þessi verður með forþjöppu og skilar 148 hestöflum til framhjólanna. Hann verður með 6 gíra beinskiptum kassa. Hámarkshraði bílsins er 220 km/klst. Eins og við má búast er fjöðrunin stífari í þessum bíl, bremsurnar stærri og stýrið nákvæmara. Það er OPC deild Opel sem kemur að þeim breytingum sem á bílnum eru. Bíllinn stendur á 18 tommu álfelgum og hann er með vindkljúf að aftan, „body kit“ allan hringinn og stærri pústgöt en sá hefðbundni. Innréttingin er líka talsvert breytt, framsætin eru frá Recaro með rauðum stöguðum saumi. Opel Adam S er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Tilkoma þessa bíls verður vafalaust til að auka enn vinsældir þessu snaggaralega og leglega bíls.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent