Opel Adam S spíttkanína Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 16:15 Opel Adam S. Líkt og margir aðrir bílaframleiðendur hyggst Opel bjóða kraftaútgáfu af sínum vinsæla smábíl, Adam. Hann mun væntanlega keppa helst við Fiat 500 Abarth og Mini Cooper S um hylli kaupenda sem kjósa litla kraftabíla sem ekki kosta of mikið. Opel Adam S verður knúinn sömu 1,4 lítra vélinni og er í hefðbundnum Adam, en þessi verður með forþjöppu og skilar 148 hestöflum til framhjólanna. Hann verður með 6 gíra beinskiptum kassa. Hámarkshraði bílsins er 220 km/klst. Eins og við má búast er fjöðrunin stífari í þessum bíl, bremsurnar stærri og stýrið nákvæmara. Það er OPC deild Opel sem kemur að þeim breytingum sem á bílnum eru. Bíllinn stendur á 18 tommu álfelgum og hann er með vindkljúf að aftan, „body kit“ allan hringinn og stærri pústgöt en sá hefðbundni. Innréttingin er líka talsvert breytt, framsætin eru frá Recaro með rauðum stöguðum saumi. Opel Adam S er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Tilkoma þessa bíls verður vafalaust til að auka enn vinsældir þessu snaggaralega og leglega bíls. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Líkt og margir aðrir bílaframleiðendur hyggst Opel bjóða kraftaútgáfu af sínum vinsæla smábíl, Adam. Hann mun væntanlega keppa helst við Fiat 500 Abarth og Mini Cooper S um hylli kaupenda sem kjósa litla kraftabíla sem ekki kosta of mikið. Opel Adam S verður knúinn sömu 1,4 lítra vélinni og er í hefðbundnum Adam, en þessi verður með forþjöppu og skilar 148 hestöflum til framhjólanna. Hann verður með 6 gíra beinskiptum kassa. Hámarkshraði bílsins er 220 km/klst. Eins og við má búast er fjöðrunin stífari í þessum bíl, bremsurnar stærri og stýrið nákvæmara. Það er OPC deild Opel sem kemur að þeim breytingum sem á bílnum eru. Bíllinn stendur á 18 tommu álfelgum og hann er með vindkljúf að aftan, „body kit“ allan hringinn og stærri pústgöt en sá hefðbundni. Innréttingin er líka talsvert breytt, framsætin eru frá Recaro með rauðum stöguðum saumi. Opel Adam S er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Tilkoma þessa bíls verður vafalaust til að auka enn vinsældir þessu snaggaralega og leglega bíls.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent