Tesla setur markið á 500.000 bíla árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 13:15 Tesla Model S settur saman. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að leggja 230 milljarða króna fjárfestingu í nýja rafhlöðuverksmiðju sem mun geta framleitt rafhlöður í 500.000 bíla árið 2020. Þegar hún verður komin í fulla stærð árið 2020 mun heildarfjárfesting Tesla verða komin í 450-560 milljarða króna. Tesla er að skoða kosti staðsetningar fyrir verksmiðjuna og koma nú fylkin Nevada, Arizona, New Mexico og Texas til greina. Tilkoma þessarar verksmiðju mun lækka kostnað við rafhlöður bíla Tesla mjög mikið og með því gera bíla Tesla einkar samkeppnisfæra. Þessi verksmiðja mun framleiða fleiri lithion ion rafhlöður á ári en heildarársframleiðslan í heiminum í dag. Í verksmiðjunni munu vinna 6.500 manns. Panasonic, sem nú er birgi fyrir rafhlöður í Tesla bíla, mun einnig fjárfesta í verksmiðjunni og því má búast við að hún framleiði einnig rafhlöður fyrir önnur tæki en bíla Tesla. Þá hefur heyrst að Panasonic reyni að fá fleiri birgja sína í Japan til að taka þátt í fjármögnuninni. Hátt verð á rafhlöðum hefur verið helsti dragbítur á sölu rafbíla í Bandaríkjunum en fyrir það á að koma með tilkomu þessarar verksmiðju. Hagnaður var á rekstri Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og árangurinn betri en Elon Musk forstjóri Tesla átti von á. Tesla ætlar að framleiða 35.000 bíla á þessu ári, 55% fleiri en í fyrra. Ef sami 55% vöxtur heldur áfram til 2020 verður sala Tesla orðin 485.000 bílar það ár. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að leggja 230 milljarða króna fjárfestingu í nýja rafhlöðuverksmiðju sem mun geta framleitt rafhlöður í 500.000 bíla árið 2020. Þegar hún verður komin í fulla stærð árið 2020 mun heildarfjárfesting Tesla verða komin í 450-560 milljarða króna. Tesla er að skoða kosti staðsetningar fyrir verksmiðjuna og koma nú fylkin Nevada, Arizona, New Mexico og Texas til greina. Tilkoma þessarar verksmiðju mun lækka kostnað við rafhlöður bíla Tesla mjög mikið og með því gera bíla Tesla einkar samkeppnisfæra. Þessi verksmiðja mun framleiða fleiri lithion ion rafhlöður á ári en heildarársframleiðslan í heiminum í dag. Í verksmiðjunni munu vinna 6.500 manns. Panasonic, sem nú er birgi fyrir rafhlöður í Tesla bíla, mun einnig fjárfesta í verksmiðjunni og því má búast við að hún framleiði einnig rafhlöður fyrir önnur tæki en bíla Tesla. Þá hefur heyrst að Panasonic reyni að fá fleiri birgja sína í Japan til að taka þátt í fjármögnuninni. Hátt verð á rafhlöðum hefur verið helsti dragbítur á sölu rafbíla í Bandaríkjunum en fyrir það á að koma með tilkomu þessarar verksmiðju. Hagnaður var á rekstri Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og árangurinn betri en Elon Musk forstjóri Tesla átti von á. Tesla ætlar að framleiða 35.000 bíla á þessu ári, 55% fleiri en í fyrra. Ef sami 55% vöxtur heldur áfram til 2020 verður sala Tesla orðin 485.000 bílar það ár.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent