Íslenskur hestur í kviksyndi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2014 09:20 "Þeir eru í eðli sínu svo rólegir,” sagði Thøgerse í samtali við TV2. mynd/vefsíða Hestafrétta Íslenski hesturinn Logi lenti í kviksyndi á Rømø í Danmörku ásamt knapa sínum Therese Thøgerse um helgina en þetta kemur fram á vef Hestafrétta. Erfiðlega gekk að koma hestinum upp úr kviksandinum en eigandinn telur það lán í óláni að hesturinn var íslenskur. „Þeir eru í eðli sínu svo rólegir,” sagði Therese Thøgerse í samtali við TV2. Hópur fólks var í reiðtúr á ströndinni þegar hesturinn Logi stóð skyndilega fastur í sandinum. Thøgerse komst af baki meðan hesturinn sökk í sandinn. Í tuttugu mínútur var hesturinn fastur í kviksyndinu þar til meðreiðarsveinar Thøgerse aðstoðuðu hana við að draga hestinn upp úr sandinum með því að festa ístaðsólar í Loga. „Til allra hamingju voru þetta íslenskir hestar sem við riðum á. Þeir eru með rólegt geðslag og þess vegna trylltist Logi ekki. Við höfðum riðið langt og ég held líka að hann hafi verið þreyttu,“ sagði Thøgerse og segir að eftir að hann komst af baki fóru allir viðstaddir að hugsa um hvernig væri best að koma Loga upp úr hylnum. „Eftir hálftíma tókst tveimur karlmönnum úr hópnum að draga Loga upp, með ístaðsólum sem þeir bundu saman. Á tímabili var augnaráð Loga orðið fjarrænt og ég var hrædd um það að hann væri að deyja,” sagði Therese Thøgersen í viðtali við fjölmiðla í Danmörku. Eyjan Rømø er við vesturströnd Jótlands, ekki langt frá landamærum Þýskalands. Eyjan er vinsæll áfangastaður ferðamanna, bæði Dana og Þjóðverja. Hestar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Íslenski hesturinn Logi lenti í kviksyndi á Rømø í Danmörku ásamt knapa sínum Therese Thøgerse um helgina en þetta kemur fram á vef Hestafrétta. Erfiðlega gekk að koma hestinum upp úr kviksandinum en eigandinn telur það lán í óláni að hesturinn var íslenskur. „Þeir eru í eðli sínu svo rólegir,” sagði Therese Thøgerse í samtali við TV2. Hópur fólks var í reiðtúr á ströndinni þegar hesturinn Logi stóð skyndilega fastur í sandinum. Thøgerse komst af baki meðan hesturinn sökk í sandinn. Í tuttugu mínútur var hesturinn fastur í kviksyndinu þar til meðreiðarsveinar Thøgerse aðstoðuðu hana við að draga hestinn upp úr sandinum með því að festa ístaðsólar í Loga. „Til allra hamingju voru þetta íslenskir hestar sem við riðum á. Þeir eru með rólegt geðslag og þess vegna trylltist Logi ekki. Við höfðum riðið langt og ég held líka að hann hafi verið þreyttu,“ sagði Thøgerse og segir að eftir að hann komst af baki fóru allir viðstaddir að hugsa um hvernig væri best að koma Loga upp úr hylnum. „Eftir hálftíma tókst tveimur karlmönnum úr hópnum að draga Loga upp, með ístaðsólum sem þeir bundu saman. Á tímabili var augnaráð Loga orðið fjarrænt og ég var hrædd um það að hann væri að deyja,” sagði Therese Thøgersen í viðtali við fjölmiðla í Danmörku. Eyjan Rømø er við vesturströnd Jótlands, ekki langt frá landamærum Þýskalands. Eyjan er vinsæll áfangastaður ferðamanna, bæði Dana og Þjóðverja.
Hestar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira