Nürburgring seld á 12 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 08:45 Nürburgring brautin. Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent