Segir þjóðina ekki tilbúna í þessa vegferð með ríkisstjórninni Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2014 15:08 Bæjarstjórn Kópavogs skorar á ríkisstjórnina að slíta ekki viðræðum. visir/samsett „Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins." ESB-málið Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins."
ESB-málið Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent