Barcelona í átta liða úrslitin sjöunda árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 19:15 Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira