Lífið

Nýr hönnunarþáttur á Stöð 3 í kvöld - í opinni dagskrá

Ellý Ármanns skrifar
myndir/instagram & Valli
Lífsstíll, nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl hefur göngu sína á Stöð 3 í kvöld klukkan 19:30. Þátturinn, sem er í opinni dagskrá, er í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, en hún gaf út metsölubókina Hárið árið 2012. Við fengum að skyggnast örlítið á bak við tjöldin hjá Theodóru við tökur á þættinum.

„Hér er Steinunn Sigurðardóttir á vinnustofu sinni að undirbúa sig fyrir hönnunarmars í Grandagarði 17. Þetta er fallegasta vinnustofa í heimi,“ útskýrir Theodóra.

„Hér er Harpa Káradóttir förðunarfræðingur hjá MAC. Við sýnum fjögur kennslumyndbönd í þáttunum. Hér er hún að sýna hvernig nota má eyeliner.“

„Erna Hreinsdóttir ritstjóri Nýs Lífs situr fyrir svörum.“

„Ég kom við í Madison ilmhúsinu þar sem „gúrme“ ilmir fást,“ segir Theodóra. 



visir/valli
Stöð 3 - þátturinn hennar Theodóru er sýndur á fimmtudögum. 

Fyrsti þátturinn hefst klukkan 19:30 í kvöld.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.