Jepplingasprengja vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 10:45 Ford Escape er einn þeirra jepplinga sem seljast vel nú vestanhafs. Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent
Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent