Porsche hagnast um 2,6 milljónir á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 12:30 Porsche bílar til sýnis á bílasýningu. Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt. Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent
Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt.
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent