Porsche hagnast um 2,6 milljónir á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 12:30 Porsche bílar til sýnis á bílasýningu. Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent
Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent