HK tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í blaki kvenna. Liðið vann þá öruggan 3-1 sigur á Aftureldingu í úrslitaleik í Laugardalshöll.
Afturelding vann fyrstu hrinu, 20-25, en HK svaraði með því að vinna þá næstu, 25-21.
Síðustu tvær hrinurnar voru auðveldar fyrir HK en liðið vann 25-14 og 25-13. Sanngjarnt og sannfærandi hjá Kópavogsliðinu.
HK getur orðið tvöfaldur bikarmeistari í dag en karlalið félagsins er nú í eldlínunni gegn Þrótti frá Reykjavík.

