John Senden sigraði á Valspar-meistaramótinu Kári Hinriksson skrifar 16. mars 2014 22:16 John Senden á lokahringnum í kvöld, sigurinn er hans annar á PGA mótaröðinni. AP/Vísir Ástralinn John Senden sýndi gífurlega seiglu til þess að vinna Valspar-meistaramótið í golfi sem fram fór á Copperhead vellinum í Flórídaríki og lauk í kvöld. Fyrir lokahringinn hafði Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus eins höggs forystu en það kom fljótt í ljós að lokahringurinn yrði ekki gæfuríkur fyrir hann. Garrigus lék sex fyrstu holurnar á fimm höggum yfir pari og nánast spilaði sig út úr mótinu. Senden nýtti sér það og með því að vippa í á 16. holu ásamt því að setja niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu kom hann sér í forystu. Með pari á lokaholunni kláraði hann mótið á samtals sjö höggum undir pari og beið eftir því að Kevin Na kláraði sinn hring. Na setti niður frábært pútt fyrir fugli á 17. holu ásamt sem þýddi að með fugli á 18. holu hefði hann getað náð Senden. Það tókst honum þó ekki sem þýddi að John Senden sigraði sitt annað mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í 13 ár. Næst halda bestu kylfingar heims á Bay Hill þar sem Arnold Palmer Invitational fer fram en Tiger Woods sigraði í mótinu á síðasta ári. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn John Senden sýndi gífurlega seiglu til þess að vinna Valspar-meistaramótið í golfi sem fram fór á Copperhead vellinum í Flórídaríki og lauk í kvöld. Fyrir lokahringinn hafði Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus eins höggs forystu en það kom fljótt í ljós að lokahringurinn yrði ekki gæfuríkur fyrir hann. Garrigus lék sex fyrstu holurnar á fimm höggum yfir pari og nánast spilaði sig út úr mótinu. Senden nýtti sér það og með því að vippa í á 16. holu ásamt því að setja niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu kom hann sér í forystu. Með pari á lokaholunni kláraði hann mótið á samtals sjö höggum undir pari og beið eftir því að Kevin Na kláraði sinn hring. Na setti niður frábært pútt fyrir fugli á 17. holu ásamt sem þýddi að með fugli á 18. holu hefði hann getað náð Senden. Það tókst honum þó ekki sem þýddi að John Senden sigraði sitt annað mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í 13 ár. Næst halda bestu kylfingar heims á Bay Hill þar sem Arnold Palmer Invitational fer fram en Tiger Woods sigraði í mótinu á síðasta ári.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira