Peugeot fjölgar störfum eftir stöðugan samdrátt Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2014 10:30 Peugeot 308, nýkjörinn bíll ársins í heiminum. Svo mikil er eftirspurnin eftir Peugeot 308 bílnum að PSA/Peugeot-Citroën hefur þurft að ráða fólk til að framleiða hann á næturna á svokallaðri þriðju vakt í verksmiðju þeirra í Sochaux í Frakklandi. Mikil eftirspurn eftir Peugeot 308 þarf ekki að koma á óvart þar sem hann var nýlega kjörinn bíll ársins í heiminum. PSA/Peugeot-Citroën hefur meira verið í því að fækka störfum í verksmiðjum sínum á undanförnum árum og því er þessi fjölgun starfa ánægjuleg. PSA lokaði einni verksmiðju sinni í París í fyrra og ætlaði að fækka verksmiðjustörfum um 11.200 manns í Frakklandi á næstunni. Breyting gæti orðið á því vegna vinsælda þessa nýja bíls Peugeot. Í verksmiðjunni í Sochaux eru framleiddir bílarnir Peugeot 308, 508 og 3008, en fjölgun starfanna nú gerir Peugeot kleift að auka dagsframleiðslu 308 bílsins frá 180 bílum í 1.563 bíla. Í síðasta mánuði jókst sala PSA/Peugeot-Citroën um 7% í Evrópu, en bílasala í heild jókst þar um 5%. Því sækir samstæðan nú á, en markaðshlutdeild PSA minnkaði í 10,9% árið 2013 frá 11,7% hlutdeild árið áður. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent
Svo mikil er eftirspurnin eftir Peugeot 308 bílnum að PSA/Peugeot-Citroën hefur þurft að ráða fólk til að framleiða hann á næturna á svokallaðri þriðju vakt í verksmiðju þeirra í Sochaux í Frakklandi. Mikil eftirspurn eftir Peugeot 308 þarf ekki að koma á óvart þar sem hann var nýlega kjörinn bíll ársins í heiminum. PSA/Peugeot-Citroën hefur meira verið í því að fækka störfum í verksmiðjum sínum á undanförnum árum og því er þessi fjölgun starfa ánægjuleg. PSA lokaði einni verksmiðju sinni í París í fyrra og ætlaði að fækka verksmiðjustörfum um 11.200 manns í Frakklandi á næstunni. Breyting gæti orðið á því vegna vinsælda þessa nýja bíls Peugeot. Í verksmiðjunni í Sochaux eru framleiddir bílarnir Peugeot 308, 508 og 3008, en fjölgun starfanna nú gerir Peugeot kleift að auka dagsframleiðslu 308 bílsins frá 180 bílum í 1.563 bíla. Í síðasta mánuði jókst sala PSA/Peugeot-Citroën um 7% í Evrópu, en bílasala í heild jókst þar um 5%. Því sækir samstæðan nú á, en markaðshlutdeild PSA minnkaði í 10,9% árið 2013 frá 11,7% hlutdeild árið áður.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent