John Wooden veitir Patreki innblástur Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 16:30 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15
Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33