Kostnaðurinn við stúdentspróf í Hraðbraut 1,8 milljón Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2014 12:04 Ólafur Johnson er skólastjóri Hraðbrautar. Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa á ný í haust eftir tveggja ára hlé en þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu skólans. Námið mun kosta 890 þúsund krónur á ári og því greiða nemendur 1780 þúsund krónur fyrir stúdentsprófið takist þeim að klára námið á tveimur árum. Skólinn hætti störfum árið 2012 eftir að þjónustusamningur stjórnvalda við skólann var ekki endurnýjaður. Í tilkynningunni kemur fram að stúdentspróf á tveimur árum verði í boði á ný. „Námið verður byggt á nýrri aðalnámskrá. Nám nemenda sem hafa lokið hluta náms í framhaldsskóla í samræmi við eldri námskrá verður þó metið í skólann. Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa næsta haust. Hægt verður að sækja um skólavist hér á heimasíðunni frá og með næsta fimmtudegi. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Umsóknarferlið i Hraðbraut er aðskilið umsóknarferli í aðra framhaldsskóla og því geta þeir sem sækja um skólavist í Hraðbraut gert það þótt þeir sæki um skólavist í aðra skóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Þar kemur fram að skólinn verði rekinn án fjárstuðnings ríkisins en ráðherra hefur hafnað því að gera þjónustusamning við skólann vegna fjárhags ríkissjóðs. „Ekki er hægt að bíða með að hefja skólastarf þar til fjárhagur ríkisins batnar enda er áhuginn á skólanum mikill. Það þýðir að skólagjöld verða að standa undir rekstri skólans. Skólagjöld hækka því mikið og verða kr. 890.000 á hverju skólaári (tvær annir). Það er engu að síður mun lægri kostnaður á hvern „ársnema“ en í nokkrum öðrum framhaldsskóla á Íslandi. Fjárhagslegur ávinningur nemenda af því að ljúka háskólanámi fyrr en kostur er á öðrum skólum er mikill, miklu meiri en nemur skólagjöldunum.“ Tengdar fréttir Skólastjóri Hraðbrautar ver sig á Youtube „Ef vel tekst til, að þeirra mati sem standa að aðförinni, verður skólinn lagður niður innan tíðar," segir Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, sem nú hefur birt níu myndbönd á vefnum Youtube. 30. desember 2010 09:33 Hraðbraut hættir starfsemi Við blasir að starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar verður hætt nú að skólaárinu loknu, í bili að minnsta kosti. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, segir að reynt verði að aðstoða nemendur á fyrra námsári til að tryggja þeim skólavist annars staðar eins farsællega og kostur er. Sama eigi við um kennara og aðra starfsmenn Hraðbrautar sem margir hafi leitað á aðrar slóðir, með góðum árangri í flestum tilvikum. 6. júní 2012 14:14 Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag. 23. febrúar 2011 18:09 Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa á ný í haust eftir tveggja ára hlé en þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu skólans. Námið mun kosta 890 þúsund krónur á ári og því greiða nemendur 1780 þúsund krónur fyrir stúdentsprófið takist þeim að klára námið á tveimur árum. Skólinn hætti störfum árið 2012 eftir að þjónustusamningur stjórnvalda við skólann var ekki endurnýjaður. Í tilkynningunni kemur fram að stúdentspróf á tveimur árum verði í boði á ný. „Námið verður byggt á nýrri aðalnámskrá. Nám nemenda sem hafa lokið hluta náms í framhaldsskóla í samræmi við eldri námskrá verður þó metið í skólann. Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa næsta haust. Hægt verður að sækja um skólavist hér á heimasíðunni frá og með næsta fimmtudegi. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Umsóknarferlið i Hraðbraut er aðskilið umsóknarferli í aðra framhaldsskóla og því geta þeir sem sækja um skólavist í Hraðbraut gert það þótt þeir sæki um skólavist í aðra skóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Þar kemur fram að skólinn verði rekinn án fjárstuðnings ríkisins en ráðherra hefur hafnað því að gera þjónustusamning við skólann vegna fjárhags ríkissjóðs. „Ekki er hægt að bíða með að hefja skólastarf þar til fjárhagur ríkisins batnar enda er áhuginn á skólanum mikill. Það þýðir að skólagjöld verða að standa undir rekstri skólans. Skólagjöld hækka því mikið og verða kr. 890.000 á hverju skólaári (tvær annir). Það er engu að síður mun lægri kostnaður á hvern „ársnema“ en í nokkrum öðrum framhaldsskóla á Íslandi. Fjárhagslegur ávinningur nemenda af því að ljúka háskólanámi fyrr en kostur er á öðrum skólum er mikill, miklu meiri en nemur skólagjöldunum.“
Tengdar fréttir Skólastjóri Hraðbrautar ver sig á Youtube „Ef vel tekst til, að þeirra mati sem standa að aðförinni, verður skólinn lagður niður innan tíðar," segir Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, sem nú hefur birt níu myndbönd á vefnum Youtube. 30. desember 2010 09:33 Hraðbraut hættir starfsemi Við blasir að starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar verður hætt nú að skólaárinu loknu, í bili að minnsta kosti. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, segir að reynt verði að aðstoða nemendur á fyrra námsári til að tryggja þeim skólavist annars staðar eins farsællega og kostur er. Sama eigi við um kennara og aðra starfsmenn Hraðbrautar sem margir hafi leitað á aðrar slóðir, með góðum árangri í flestum tilvikum. 6. júní 2012 14:14 Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag. 23. febrúar 2011 18:09 Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Skólastjóri Hraðbrautar ver sig á Youtube „Ef vel tekst til, að þeirra mati sem standa að aðförinni, verður skólinn lagður niður innan tíðar," segir Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, sem nú hefur birt níu myndbönd á vefnum Youtube. 30. desember 2010 09:33
Hraðbraut hættir starfsemi Við blasir að starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar verður hætt nú að skólaárinu loknu, í bili að minnsta kosti. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, segir að reynt verði að aðstoða nemendur á fyrra námsári til að tryggja þeim skólavist annars staðar eins farsællega og kostur er. Sama eigi við um kennara og aðra starfsmenn Hraðbrautar sem margir hafi leitað á aðrar slóðir, með góðum árangri í flestum tilvikum. 6. júní 2012 14:14
Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag. 23. febrúar 2011 18:09
Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05