Toyota bestir notaðra bíla samkvæmt Consumer Reports Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 14:30 Toyota Camry. Á nýbirtum lista Consumer Reports í Bandaríkjunum yfir áreiðanlegustu bílana af árgerðum 2004 til 2013 eru Toyota bílar mjög áberandi með samtals 11 bíla í hinum ýmsu flokkum. Consumer Reports skiptir bílunum bæði í verðflokka og bílgerðaflokka. Í flokki minni bíla á verðbilinu 15-20.000 dollara fengu reyndar bílarnir Hyundai Elantra af árgerð 2012-13 og Subaru Impreza af árgerð 2011-13 hæstu einkunnina. Í sama verðflokki stærri fjölskyldubíla fengu Toyota Camry 2011-12, Toyota Camry Hybrid 2010-11 og Acura TL (frá Honda) 2008 hæsta einkunn. Í flokki jepplinga voru það Lexus RX 2006-7 og Subaru Forester 2009-10 sem trónuðu hæst. Í heildina mælti Consumer Reports með 28 bílum sem bestu kosti við kaup á notuðum bílum og voru 11 þeirra frá Toyota. Á hinum enda listans nefndi Consumer Reprts 22 bíla sem fólk ætti að forðast. Þar á meðal voru bílarnir Chevrolet Cruze með 1,8 vél og Mini Cooper S sem þeir segja að eigi afar slæma bilanasögu. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Á nýbirtum lista Consumer Reports í Bandaríkjunum yfir áreiðanlegustu bílana af árgerðum 2004 til 2013 eru Toyota bílar mjög áberandi með samtals 11 bíla í hinum ýmsu flokkum. Consumer Reports skiptir bílunum bæði í verðflokka og bílgerðaflokka. Í flokki minni bíla á verðbilinu 15-20.000 dollara fengu reyndar bílarnir Hyundai Elantra af árgerð 2012-13 og Subaru Impreza af árgerð 2011-13 hæstu einkunnina. Í sama verðflokki stærri fjölskyldubíla fengu Toyota Camry 2011-12, Toyota Camry Hybrid 2010-11 og Acura TL (frá Honda) 2008 hæsta einkunn. Í flokki jepplinga voru það Lexus RX 2006-7 og Subaru Forester 2009-10 sem trónuðu hæst. Í heildina mælti Consumer Reports með 28 bílum sem bestu kosti við kaup á notuðum bílum og voru 11 þeirra frá Toyota. Á hinum enda listans nefndi Consumer Reprts 22 bíla sem fólk ætti að forðast. Þar á meðal voru bílarnir Chevrolet Cruze með 1,8 vél og Mini Cooper S sem þeir segja að eigi afar slæma bilanasögu.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent