Óumbeðin Tesla-auglýsing tryggði framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 16:53 Tesla Model S. Tesla Motors eyðir ekki eyri í framleiðslu auglýsinga og það vissu tveir nýútskrifaðir nemendur háskólans í S-Kaliforníu en gerðu samt mínútulangt auglýsingamyndband um Tesla Model S bílinn. Það sendu þeir síðan til Elon Musk forstjóra og eiganda Tesla. Hann varð svona yfir sig hrifinn og kallaði þá á sinn fund í janúar síðastliðnum sem leitt hefur til frekara samstarfs milli þeirra og Tesla. Gerð auglýsingarinn kostaði þá kumpána 1.500 dollara, sem lá aðallega í hótelkostnaði og mat fyrir þá 15 sjálfboðaliða sem þeir fengu með sér við gerð auglýsingarinnar. Svo mikil hefur velgengni þeirra verið síðan að framleiðslufyrirtæki þeirra hefur nú 14 manns í vinnu, náði sér strax í fjármögnun og hefur unnið auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki síðan. Svona getur ein góð hugmynd og smá sjálfboðavinna skilað miklum árangri og athygli. Sjá má auglýsinguna fyrir Tesla hér að ofan. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent
Tesla Motors eyðir ekki eyri í framleiðslu auglýsinga og það vissu tveir nýútskrifaðir nemendur háskólans í S-Kaliforníu en gerðu samt mínútulangt auglýsingamyndband um Tesla Model S bílinn. Það sendu þeir síðan til Elon Musk forstjóra og eiganda Tesla. Hann varð svona yfir sig hrifinn og kallaði þá á sinn fund í janúar síðastliðnum sem leitt hefur til frekara samstarfs milli þeirra og Tesla. Gerð auglýsingarinn kostaði þá kumpána 1.500 dollara, sem lá aðallega í hótelkostnaði og mat fyrir þá 15 sjálfboðaliða sem þeir fengu með sér við gerð auglýsingarinnar. Svo mikil hefur velgengni þeirra verið síðan að framleiðslufyrirtæki þeirra hefur nú 14 manns í vinnu, náði sér strax í fjármögnun og hefur unnið auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki síðan. Svona getur ein góð hugmynd og smá sjálfboðavinna skilað miklum árangri og athygli. Sjá má auglýsinguna fyrir Tesla hér að ofan.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent