Fótbolti

Allt brjálað þegar ég setti Messi á bekkinn

Það er ekki alltaf auðvelt að vera þjálfari stórliðs.
Það er ekki alltaf auðvelt að vera þjálfari stórliðs. vísir/getty
Spánverjinn Pep Guardiola vann fjórtán titla sem þjálfari Barcelona en ákvað síðan að hætta og taka sér frí frá boltanum.

Hann sagði starfi sínu lausu eftir að Barcelona hafði tapð fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Þetta var árið 2012 en þá vann Barcelona "aðeins" spænsku bikarkeppnina.

"Við vorum ótrúlega sigursælir. Að vinna 14 titla á aðeins 4 árum var sigursælasta skeið félagsins. Á endanum var staðan samt orðin þannig að ég átti orðið erfitt með að hvetja sjálfan mig og liðið til dáða. Þegar staðan er orðin þannig þá er rétt að fara," sagði Guardiola.

Eftir fríið fór hann í vinnu hjá Bayern München þar sem hann er að gera frábæra hluti sem fyrr.

"Það getur verið erfitt að þjálfa hjá liðum eins og Barcelona og Bayern þar sem er allt fullt af stórstjörnum. Það vilja allir spila og það varð venjulega allt brjálað í hvert skipti sem ég var ekki með Messi í liðinu."

Messi var reyndar aðeins á bekknum tólf sinnum í 136 leikjum undir stjórn Guardiola. Einhvern tímann varð hann að hvíla sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×