

Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið.
Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir.
Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum.
3,2 prósent tilskipana EES eru ekki innleidd innan réttra tímamarka.
Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu fyrir síðustu kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mælast nú samanlagt með minna en 40 prósent fylgi.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga.
Hátt í átta þúsund manns mættu á samstöðufund sem haldin var á Austurvelli í dag þar sem ákörðun stjórnvalda um að draga tilbaka umsókn Íslands að Evrópusambandinu var mótmælt. Þetta er í fimmta sinn á sex dögum sem blásið er til mótmæla vegna þessa.
Gunnar Bragi Sveinsson: Utanríkisráðherra segist hafa verið sannfærður andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu frá unga aldri. Hann sé engin strengjabrúða kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga.