Magnús og Guðrún Íslandsmeistarar í borðtennis - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 17:53 Guðrún G. Björnsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í fimmta sinn. Vísir/Daníel Magnús K. Magnússon úr Víkingi og Guðrún G. Björnsdóttir úr KR urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis en Íslandsmótið fór að venju fram í TBR-húsinu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í TBR-húsinu og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Magnús er fyrsti Íslandsmeistarinn í tvo áratugi sem heitir ekki Guðmundur Stephensen en Guðmundur var búinn að vinna alla Íslandsmeistara titla frá árinu 1994. Það var kannski vel við hæfi að Magnús tæki við enda hafa þeir unnið tvíliðaleikinn saman undanfarin sex ár. Þetta er því að sjálfsögðu fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar sem vann Davíð Jónsson í úrslitaleiknum 4-0 (11-3, 11-9, 11-9 og 11-6). Guðrún varð hinsvegar Íslandsmeistari í fimmta sinn á ferlinum en hún vann einnig titilinn 2005-2007 og svo árið 2009. Guðrún vann Aldísi Rún Lárusdóttir í úrslitaleknum 4-1 (11-9, 11-5, 7-11, 13-11 og 11-8). Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir sigur gegn Davíð Jónssyni og Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleik 3-1 (8-11, 11-7, 11-6, 11-8). Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvenndarkeppni en Lilja sigraði árið 2001 og 1997. Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik karla urðu Magnús Finnur Magnússon úr Víkingi og Davíð Jónsson úr KR eftir 3–2 sigur í úrslitaleik gegn Víkingunum Magnúsi K. Magnússyni og Daða F. Guðmundssyni (8–11, 5–11, 12–10, 11–8 og 11–9). Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik kvenna urðu þær Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi en þær unnu þær Kolfinnu Bjarnadóttur úr HK og Sigrúnu Tómasdóttur úr KR 3-0 í úrslitaleiknum (11–8, 11–4 og 11–8).Úrslit í Meistaraflokkunum á Íslandsmótinu voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1. Magnús Kristinn Magnússon Víkingur 2. Davíð Jónsson KR 3-4. Jóhannes B. Tómasson BH 3-4. Kári Mímisson KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Guðrún G Björnsdóttir KR 2. Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK Tvenndarkeppni: 1. Magnús Kristinn Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur 2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Daði F. Guðmundsson/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR Tvíliðaleikur karla: 1. Magnús Finnur Magnússon/Davíð Jónsson Víkingur/KR 2. Magnús Kristinn Magnússon/Daði F. Guðmundsson Víkingur 3-4. Kjartan Briem/Ingólfur Ingólfsson KR 3-4. Einar Geirsson/Kári Mímisson KR Tvíliðaleikur kvenna: 1. Lilja Rós Jóhannesdóttir/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 2. Kolfinna Bjarnadóttir/Sigrún Tómasdóttir HK/KR 3-4. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís R. Lárusdóttir KR 3-4. Guðrún Gestsdóttir/Ásta Urbancic KRVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelMagnús K. Magnússon úr Víkingi var Íslandsmeistari í einliðaleik karla.Vísir/Daníel Íþróttir Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Magnús K. Magnússon úr Víkingi og Guðrún G. Björnsdóttir úr KR urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis en Íslandsmótið fór að venju fram í TBR-húsinu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í TBR-húsinu og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Magnús er fyrsti Íslandsmeistarinn í tvo áratugi sem heitir ekki Guðmundur Stephensen en Guðmundur var búinn að vinna alla Íslandsmeistara titla frá árinu 1994. Það var kannski vel við hæfi að Magnús tæki við enda hafa þeir unnið tvíliðaleikinn saman undanfarin sex ár. Þetta er því að sjálfsögðu fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar sem vann Davíð Jónsson í úrslitaleiknum 4-0 (11-3, 11-9, 11-9 og 11-6). Guðrún varð hinsvegar Íslandsmeistari í fimmta sinn á ferlinum en hún vann einnig titilinn 2005-2007 og svo árið 2009. Guðrún vann Aldísi Rún Lárusdóttir í úrslitaleknum 4-1 (11-9, 11-5, 7-11, 13-11 og 11-8). Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir sigur gegn Davíð Jónssyni og Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleik 3-1 (8-11, 11-7, 11-6, 11-8). Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvenndarkeppni en Lilja sigraði árið 2001 og 1997. Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik karla urðu Magnús Finnur Magnússon úr Víkingi og Davíð Jónsson úr KR eftir 3–2 sigur í úrslitaleik gegn Víkingunum Magnúsi K. Magnússyni og Daða F. Guðmundssyni (8–11, 5–11, 12–10, 11–8 og 11–9). Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik kvenna urðu þær Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi en þær unnu þær Kolfinnu Bjarnadóttur úr HK og Sigrúnu Tómasdóttur úr KR 3-0 í úrslitaleiknum (11–8, 11–4 og 11–8).Úrslit í Meistaraflokkunum á Íslandsmótinu voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1. Magnús Kristinn Magnússon Víkingur 2. Davíð Jónsson KR 3-4. Jóhannes B. Tómasson BH 3-4. Kári Mímisson KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Guðrún G Björnsdóttir KR 2. Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK Tvenndarkeppni: 1. Magnús Kristinn Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur 2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Daði F. Guðmundsson/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR Tvíliðaleikur karla: 1. Magnús Finnur Magnússon/Davíð Jónsson Víkingur/KR 2. Magnús Kristinn Magnússon/Daði F. Guðmundsson Víkingur 3-4. Kjartan Briem/Ingólfur Ingólfsson KR 3-4. Einar Geirsson/Kári Mímisson KR Tvíliðaleikur kvenna: 1. Lilja Rós Jóhannesdóttir/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 2. Kolfinna Bjarnadóttir/Sigrún Tómasdóttir HK/KR 3-4. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís R. Lárusdóttir KR 3-4. Guðrún Gestsdóttir/Ásta Urbancic KRVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelMagnús K. Magnússon úr Víkingi var Íslandsmeistari í einliðaleik karla.Vísir/Daníel
Íþróttir Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira