Apple snýr sér að bílunum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 11:30 Apple CarPlay verður brátt í bílum flestra bílaframleiðenda. Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent