Apple snýr sér að bílunum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 11:30 Apple CarPlay verður brátt í bílum flestra bílaframleiðenda. Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent