"Eldflaugin“ með fullkominn ramma í úrslitum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2014 23:00 Ronnie O'Sullivan er fimmfaldur heimsmeistari. Englendingurinn Ronnie „The Rocket“ O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Kínverjann Ding Junhui, 9-3, í úrslitaviðureign opna velska meistaramótsins í snóker sem lauk í gærkvöldi. O'Sullivan, sem er af flestum talinn sá hæfileikaríkasti í sögu íþróttarinnar, komst snemma í 3-0 og tók öll völd í úrslitaleiknum þegar hann breytti stöðunni í 7-1. Þá átti Kínverjinn ekki möguleika lengur og vann O'Sullivann 26. stórmótið á ferlinum. O'Sulliven kláraði síðasta rammann með stæl en þar náði hann 147 stigum sem er það mesta sem hægt er að fá. Því ná menn með því að setja svörtu kúluna ofan í eftir hverja einustu rauðu kúlu og negla svo lituðu kúlunum niður í réttri röð. Þetta dreymir flesta snókerspilara um að ná að gera allavega einu sinni á ferlinum en „Eldflaugin“ náði þarna fullkomnum ramma í 12. sinn á ferlinum. Síðustu kúluna setti hann niður með vinstri hendi eftir að nota þá hægri í flestar aðrar aðgerðir í rammanum. Hann er jafnvígur hvort sem er með hægri eða vinstri. „Ég náði fyrstu ellefu með hægri hendi þannig þessi telur sem vinstri handar 147. Ég hefði ekki getað lagt lokaskotið betur upp,“ sagði Ronnie O'Sullivan eftir sigurinn. Hér að neðan má sjá „Eldflaugina“ ná 12. fullkomna rammanum á sínum ótrúlega ferli. Það tekur hann ríflega átta mínútur en gefið ykkur smá tíma. Svona gera bara snillingar. Íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Englendingurinn Ronnie „The Rocket“ O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Kínverjann Ding Junhui, 9-3, í úrslitaviðureign opna velska meistaramótsins í snóker sem lauk í gærkvöldi. O'Sullivan, sem er af flestum talinn sá hæfileikaríkasti í sögu íþróttarinnar, komst snemma í 3-0 og tók öll völd í úrslitaleiknum þegar hann breytti stöðunni í 7-1. Þá átti Kínverjinn ekki möguleika lengur og vann O'Sullivann 26. stórmótið á ferlinum. O'Sulliven kláraði síðasta rammann með stæl en þar náði hann 147 stigum sem er það mesta sem hægt er að fá. Því ná menn með því að setja svörtu kúluna ofan í eftir hverja einustu rauðu kúlu og negla svo lituðu kúlunum niður í réttri röð. Þetta dreymir flesta snókerspilara um að ná að gera allavega einu sinni á ferlinum en „Eldflaugin“ náði þarna fullkomnum ramma í 12. sinn á ferlinum. Síðustu kúluna setti hann niður með vinstri hendi eftir að nota þá hægri í flestar aðrar aðgerðir í rammanum. Hann er jafnvígur hvort sem er með hægri eða vinstri. „Ég náði fyrstu ellefu með hægri hendi þannig þessi telur sem vinstri handar 147. Ég hefði ekki getað lagt lokaskotið betur upp,“ sagði Ronnie O'Sullivan eftir sigurinn. Hér að neðan má sjá „Eldflaugina“ ná 12. fullkomna rammanum á sínum ótrúlega ferli. Það tekur hann ríflega átta mínútur en gefið ykkur smá tíma. Svona gera bara snillingar.
Íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Sjá meira