Harpa Þorsteinsdóttir reynir að ná boltanum af Katrínu Ómarsdóttur.Mynd/KSÍ
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun þegar þær mæta Evrópumeisturum Þýskalands. Þær spila svo einnig við Noreg og Kína í riðlakeppninni áður en kemur að leik um sæti.
Þær mættu til Algarve seint í gærkvöldi og var nokkur þreyta í stelpunum á fyrri æfingu dagsins. Stelpurnar voru þó hressar að vanda og spenntar fyrir erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum á morgun.
Ísland lenti í níunda sæti á Algarve-mótinu í fyrra en bestum árangri náði liðið árið 2011 þegar það komst alla leið í úrslit. Bandaríkin höfðu þó betur í úrslitaleiknum sjálfum.
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, stýrir stelpunum nú á sínu fyrsta Algarve-móti og fær heldur betur alvöru leiki en Þýskaland og Noregur mættust t.am. í úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar.
Hér að neðan má sjá myndir frá æfingu landsliðsins á Algarve í dag sem Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók.
Hitakrem borið á Fanndís Friðriksdóttur með eðlilegum svipbrigðum.Mynd/KSÍSara Björk Gunnarsdóttir á „rúlllunni“.Mynd/KSÍMyndarlegur hópur skokkar sig í gang.Mynd/KSÍKatrín Ómarsdóttir hress og Þóra B. Helgadóttir skokkar með henni.Mynd/KSÍFreyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, ræðir við stúlkurnar.Mynd/KSÍDóra María Lárusdóttir skokkar í Algarve ásamt stelpunum.Mynd/KSÍDagný Brynjarsdóttir í upphitun.Mynd/KSÍSara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.Mynd/KSÍ