Paet segir að sönnunargögn sýni að jafnt mótmælendur sem lögreglumenn hafi verið skotin af sömu einstaklingunum. Hann segir einnig að hin nýja ríkisstjórn Úkraínu vilji ekki rannsaka atburðina til fullnustu.
Paet segist þó hafa verið að greina Ashton frá sögusögnum sem hann heyrði í Kænugarði, að leyniskyttur frá báðum hliðum hafi skotið fólk. Hann sakar þá sem láku símtalinu um að reyna að koma óorði á nýja ríkisstjórn Úkraínu.
Í myndbandinu hér að neðan, frá Russia Today, er hægt að hlusta á hluta samtalsins og fréttaflutning Russia Today. Þar að neðan má hlusta á símtalið í heild sinni.