Woods verkjalaus og með á Doral Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. mars 2014 23:23 Tiger Woods verður með um helgina í Flórída. vísir/AP Tiger Woods verður með á Cadillac Championship mótinu sem hefst á morgun á Heimsmótaröðinni á Doral golfsvæðinu í Flórída. Woods hefur verið í stífri meðferð vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á Honda Classic mótinu um síðustu helgi. Woods hætti leik eftir 13 holur en á titil að verja á Blue Monster vellinum og mætir til leiks á morgun. „Mér líður mun betur. Ég hef verið í strangri meðferð og það hefur gengið frábærlega,“ segir Woods. „Það tekur á taugarnar þegar það er stanslaust verið að pota í þig en það hefur skilað því að ég get verið með í mótinu og get slegið af fullum krafti.“ Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem að meiðsli í mjóbaki eru að trufla besta kylfing heims. Hann lenti í því sama í FedEx-bikarnum síðastliðið haust. Þessi 38 ára kylfingur er að undirbúa sig fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram eftir rúman mánuð á Augusta National vellinum. „Ég vil vera í mínu besta formi þegar að það kemur að því að leika á Ausuta National. Við erum að reyna að búa til gott leikskipulag til að leika þann völl og auðvitað að reyni ég að ná mínum fimmta græna jakka,“ segir Woods. Cadillac Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 18:00 á morgun, fimmtudag. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods verður með á Cadillac Championship mótinu sem hefst á morgun á Heimsmótaröðinni á Doral golfsvæðinu í Flórída. Woods hefur verið í stífri meðferð vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á Honda Classic mótinu um síðustu helgi. Woods hætti leik eftir 13 holur en á titil að verja á Blue Monster vellinum og mætir til leiks á morgun. „Mér líður mun betur. Ég hef verið í strangri meðferð og það hefur gengið frábærlega,“ segir Woods. „Það tekur á taugarnar þegar það er stanslaust verið að pota í þig en það hefur skilað því að ég get verið með í mótinu og get slegið af fullum krafti.“ Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem að meiðsli í mjóbaki eru að trufla besta kylfing heims. Hann lenti í því sama í FedEx-bikarnum síðastliðið haust. Þessi 38 ára kylfingur er að undirbúa sig fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram eftir rúman mánuð á Augusta National vellinum. „Ég vil vera í mínu besta formi þegar að það kemur að því að leika á Ausuta National. Við erum að reyna að búa til gott leikskipulag til að leika þann völl og auðvitað að reyni ég að ná mínum fimmta græna jakka,“ segir Woods. Cadillac Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 18:00 á morgun, fimmtudag.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira