Afturkallanir á afturkallanir ofan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2014 12:11 Hannes Pétursson. „Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags,“ segir rithöfundurinn Hannes Pétursson. Hannes skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem hann bendir á hve lítinn tíma ríkisstjórnin hafi haft til verka sökum sífelldra afturkallana. Annars vegar sé um að ræða minni afturkallanir líkt og undirskrift forsætisráðherra á kosningaloforð Framsóknarflokksins, afturköllun landbúnaðarráðherra á eigin ræðu og afturköllun utanríkisráðherra á greinargerð um þingsályktunartillögu sína um slit aðildarviðræðna. „Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár,“ skrifar Hannes. Í öðru lagi nefnir Hannes afturköllun ríkisstjórnarinnar á stjórnarsáttmálanum, þ.e. því sem snúi að aðildarviðræðum Íslands við ESB. „Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað.“ Vitnar Hannes í nafna sinn Hannes Hafstein í útgangsorðum pistils síns. Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað. ESB-málið Tengdar fréttir Íslands fullorðnu synir Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags,“ segir rithöfundurinn Hannes Pétursson. Hannes skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem hann bendir á hve lítinn tíma ríkisstjórnin hafi haft til verka sökum sífelldra afturkallana. Annars vegar sé um að ræða minni afturkallanir líkt og undirskrift forsætisráðherra á kosningaloforð Framsóknarflokksins, afturköllun landbúnaðarráðherra á eigin ræðu og afturköllun utanríkisráðherra á greinargerð um þingsályktunartillögu sína um slit aðildarviðræðna. „Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár,“ skrifar Hannes. Í öðru lagi nefnir Hannes afturköllun ríkisstjórnarinnar á stjórnarsáttmálanum, þ.e. því sem snúi að aðildarviðræðum Íslands við ESB. „Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað.“ Vitnar Hannes í nafna sinn Hannes Hafstein í útgangsorðum pistils síns. Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað.
ESB-málið Tengdar fréttir Íslands fullorðnu synir Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Íslands fullorðnu synir Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. 8. mars 2014 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent