"Er ríkisstjórnin á móti þjóð sinni?“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2014 15:57 Jón Kalman efast um hvort hægt sé að treysta orðum forsætisráðherra. Vísir/Anton Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu. ESB-málið Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu.
ESB-málið Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira