Obama varar við að ekki verði stigið yfir línuna 20. febrúar 2014 00:00 Obama var í Mexíkó þar sem hann hitti meðal annars Enrique Pena Nieto, forseta landsins og forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper. vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld úkraínsk stjórnvöld til þess að beita ekki ofbeldi í deilum stjórnvalda við mótmælendur í landinu. Hann varaði jafnframt við því að ef stigið yrði yfir línuna, þá myndi slíkt hafa afleiðingar. Obama lét ummælin falla í heimsókn sinni í Mexíkó í dag. Hann gaf til kynna að refsiaðgerðir væru mögulegar gagnvart ófriðaraðilum í Kænugarði. „Úkraínsk stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðar á því að komið sé fram við friðsama mótmælendur á réttan hátt, að úkraínska þjóðin geti komið saman og tjáð sig um sín málefni án ótta við kúgun,“ sagði Obama. Obama sagði jafnframt að hann vildi að það væri á hreinu bandarísk stjórnvöld muni fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu næstu daga og að mikilvægt væri að mótmælendur sýndu einnig stillingu. Hann bætti við að Bandaríkin muni reyna að nálgast sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila en mikilvægast væri að úkraínska þjóðin geti tjáð vilja sinn. Sagði Obama að hann trúi því að mikill meirihluti úkraínsku þjóðarinnar væri hlynntur inngöngu í Evrópusambandið. Evrópusambandið mun á morgun funda um ástandið í Kænugarði eftir óeirðirnar sem geisuðu þar síðastliðna nótt, þar sem tugir féllu og meira en þúsund manns særðust í mannskæðustu átökum í Kænugarði frá því forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hafnaði í nóvember að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið. Úkraína Tengdar fréttir Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld úkraínsk stjórnvöld til þess að beita ekki ofbeldi í deilum stjórnvalda við mótmælendur í landinu. Hann varaði jafnframt við því að ef stigið yrði yfir línuna, þá myndi slíkt hafa afleiðingar. Obama lét ummælin falla í heimsókn sinni í Mexíkó í dag. Hann gaf til kynna að refsiaðgerðir væru mögulegar gagnvart ófriðaraðilum í Kænugarði. „Úkraínsk stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðar á því að komið sé fram við friðsama mótmælendur á réttan hátt, að úkraínska þjóðin geti komið saman og tjáð sig um sín málefni án ótta við kúgun,“ sagði Obama. Obama sagði jafnframt að hann vildi að það væri á hreinu bandarísk stjórnvöld muni fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu næstu daga og að mikilvægt væri að mótmælendur sýndu einnig stillingu. Hann bætti við að Bandaríkin muni reyna að nálgast sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila en mikilvægast væri að úkraínska þjóðin geti tjáð vilja sinn. Sagði Obama að hann trúi því að mikill meirihluti úkraínsku þjóðarinnar væri hlynntur inngöngu í Evrópusambandið. Evrópusambandið mun á morgun funda um ástandið í Kænugarði eftir óeirðirnar sem geisuðu þar síðastliðna nótt, þar sem tugir féllu og meira en þúsund manns særðust í mannskæðustu átökum í Kænugarði frá því forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hafnaði í nóvember að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið.
Úkraína Tengdar fréttir Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30