Obama varar við að ekki verði stigið yfir línuna 20. febrúar 2014 00:00 Obama var í Mexíkó þar sem hann hitti meðal annars Enrique Pena Nieto, forseta landsins og forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper. vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld úkraínsk stjórnvöld til þess að beita ekki ofbeldi í deilum stjórnvalda við mótmælendur í landinu. Hann varaði jafnframt við því að ef stigið yrði yfir línuna, þá myndi slíkt hafa afleiðingar. Obama lét ummælin falla í heimsókn sinni í Mexíkó í dag. Hann gaf til kynna að refsiaðgerðir væru mögulegar gagnvart ófriðaraðilum í Kænugarði. „Úkraínsk stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðar á því að komið sé fram við friðsama mótmælendur á réttan hátt, að úkraínska þjóðin geti komið saman og tjáð sig um sín málefni án ótta við kúgun,“ sagði Obama. Obama sagði jafnframt að hann vildi að það væri á hreinu bandarísk stjórnvöld muni fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu næstu daga og að mikilvægt væri að mótmælendur sýndu einnig stillingu. Hann bætti við að Bandaríkin muni reyna að nálgast sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila en mikilvægast væri að úkraínska þjóðin geti tjáð vilja sinn. Sagði Obama að hann trúi því að mikill meirihluti úkraínsku þjóðarinnar væri hlynntur inngöngu í Evrópusambandið. Evrópusambandið mun á morgun funda um ástandið í Kænugarði eftir óeirðirnar sem geisuðu þar síðastliðna nótt, þar sem tugir féllu og meira en þúsund manns særðust í mannskæðustu átökum í Kænugarði frá því forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hafnaði í nóvember að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið. Úkraína Tengdar fréttir Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld úkraínsk stjórnvöld til þess að beita ekki ofbeldi í deilum stjórnvalda við mótmælendur í landinu. Hann varaði jafnframt við því að ef stigið yrði yfir línuna, þá myndi slíkt hafa afleiðingar. Obama lét ummælin falla í heimsókn sinni í Mexíkó í dag. Hann gaf til kynna að refsiaðgerðir væru mögulegar gagnvart ófriðaraðilum í Kænugarði. „Úkraínsk stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðar á því að komið sé fram við friðsama mótmælendur á réttan hátt, að úkraínska þjóðin geti komið saman og tjáð sig um sín málefni án ótta við kúgun,“ sagði Obama. Obama sagði jafnframt að hann vildi að það væri á hreinu bandarísk stjórnvöld muni fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu næstu daga og að mikilvægt væri að mótmælendur sýndu einnig stillingu. Hann bætti við að Bandaríkin muni reyna að nálgast sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila en mikilvægast væri að úkraínska þjóðin geti tjáð vilja sinn. Sagði Obama að hann trúi því að mikill meirihluti úkraínsku þjóðarinnar væri hlynntur inngöngu í Evrópusambandið. Evrópusambandið mun á morgun funda um ástandið í Kænugarði eftir óeirðirnar sem geisuðu þar síðastliðna nótt, þar sem tugir féllu og meira en þúsund manns særðust í mannskæðustu átökum í Kænugarði frá því forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hafnaði í nóvember að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið.
Úkraína Tengdar fréttir Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30 Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda í nótt. Forseti landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg. 19. febrúar 2014 17:30
Vopnahlé í Úkraínu Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu. 19. febrúar 2014 22:02
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“