„Svona líta svikarar út“ Jóhannes Stefánsson skrifar 22. febrúar 2014 11:09 Sveinn Andri vandar fjármálaráðherra ekki kveðjurnar Vísir/GVA/Stefán Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera svikara. „Flokkurinn er við það að klofna. Þetta er það heimskulegasta sem formaðurinn gat gert," segir Sveinn Andri Sveinsson í samtali við fréttastofu. Í stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sinni segir Sveinn Andri berum orðum að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sé svikari. „Þetta er maður sem svíkur loforð. Eru þeir ekki svikarar sem svíkja loforð?“ segir Sveinn Andri við fréttastofu Vísis. „Hann er að bregðast kjósendum og þjóðinni. Bæði hann og Sigmundur Davíð,“ segir Sveinn. „Hann lofaði því mjög afdráttarlaust fyrir kosningar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna. Það voru engir tvímálar eða fyrirvarar um það. Þetta loforð er svo algjörlega í samræmi við stjórnarsáttmálann,“ bætir Sveinn við.Í stjórnarsáttmálanum segir:„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“Af fésbókarsíðu Sveins AndraSkjáskotStefna flokkanna breytir ekki loforðinu um þjóðaratkvæði Aðspurður hvers vegna það komi honum á óvart að umsóknin hafi verið dregin til baka í ljósi þess að slit á viðræðunum sé yfirlýst stefna bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir Sveinn Andri að stefna flokkanna breyti engu um loforð sem voru gefin fyrir kosningar, sem nú sé verið að svíkja. „Málið er bara það að þessir menn sáu fram á að þjóðin myndi vilja halda viðræðunum áfram. Þeir eru bara hræddir við vilja þjóðarinnar,“ segir Sveinn Andri. Hann telur einnig að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að viðhorfi þeirra til þjóðaratkvæðagreiðslna. „Það var sjálfsagt í þeirra huga að almenningur fengi að kjósa um Icesave, en þar mátti alveg treysta almenningi til að kjósa. Núna er þetta orðið öðruvísi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjoppustjórinn á Sauðárkróki á núna að hafa djúpt innsæi til að ákveða hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessu máli.“ segir Sveinn Andri.Aðspurður hvort það hafi borist í tal meðal sjálfstæðismanna að segja sig úr flokknum eða stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sveinn Andri: „Ég held að jarðvegurinn hafi aldrei verið eins frjór og núna. Ég hef ekki mikið skap til að vera í flokki sem getur ekki staðið við kosningaloforð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera svikara. „Flokkurinn er við það að klofna. Þetta er það heimskulegasta sem formaðurinn gat gert," segir Sveinn Andri Sveinsson í samtali við fréttastofu. Í stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sinni segir Sveinn Andri berum orðum að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sé svikari. „Þetta er maður sem svíkur loforð. Eru þeir ekki svikarar sem svíkja loforð?“ segir Sveinn Andri við fréttastofu Vísis. „Hann er að bregðast kjósendum og þjóðinni. Bæði hann og Sigmundur Davíð,“ segir Sveinn. „Hann lofaði því mjög afdráttarlaust fyrir kosningar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna. Það voru engir tvímálar eða fyrirvarar um það. Þetta loforð er svo algjörlega í samræmi við stjórnarsáttmálann,“ bætir Sveinn við.Í stjórnarsáttmálanum segir:„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“Af fésbókarsíðu Sveins AndraSkjáskotStefna flokkanna breytir ekki loforðinu um þjóðaratkvæði Aðspurður hvers vegna það komi honum á óvart að umsóknin hafi verið dregin til baka í ljósi þess að slit á viðræðunum sé yfirlýst stefna bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir Sveinn Andri að stefna flokkanna breyti engu um loforð sem voru gefin fyrir kosningar, sem nú sé verið að svíkja. „Málið er bara það að þessir menn sáu fram á að þjóðin myndi vilja halda viðræðunum áfram. Þeir eru bara hræddir við vilja þjóðarinnar,“ segir Sveinn Andri. Hann telur einnig að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að viðhorfi þeirra til þjóðaratkvæðagreiðslna. „Það var sjálfsagt í þeirra huga að almenningur fengi að kjósa um Icesave, en þar mátti alveg treysta almenningi til að kjósa. Núna er þetta orðið öðruvísi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjoppustjórinn á Sauðárkróki á núna að hafa djúpt innsæi til að ákveða hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessu máli.“ segir Sveinn Andri.Aðspurður hvort það hafi borist í tal meðal sjálfstæðismanna að segja sig úr flokknum eða stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sveinn Andri: „Ég held að jarðvegurinn hafi aldrei verið eins frjór og núna. Ég hef ekki mikið skap til að vera í flokki sem getur ekki staðið við kosningaloforð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson
Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03
Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27