Skógar vaxa álíka vel á Íslandi og á skógarhöggssvæðum Skandinavíu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2014 12:45 „Við erum ekkert alveg á hjara veraldar hér á Íslandi. Við erum vel innan þess svæðis þar sem skógur vex ágætlega,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum. „Þetta eru ekki bara innsveitir á Austurlandi og Norðurlandi. Þetta er stór hluti af byggðu bóli á Íslandi þar sem er hægt að rækta skóg, miklu stærri en við héldum áður. Meira að segja á Vestfjörðum,“ segir Þröstur. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem nú má sjá í heild sinni á Vísi. Þar var rætt við forystufólk í skógrækt á Fljótsdalshéraði um vaxandi skógarauðlind á Íslandi og tækifæri sem hún gefur til atvinnusköpunar. Dæmi voru sýnd frá Hallormsstað þar sem kominn er vísir að timburiðnaði og trjábolir meðal annars sagaðir niður í borðvið. Að mati Þrastar gefur skógariðnaður færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins. „Kannski hefur vaxtarhraðinn komið okkur dálítið á óvart. Hann er bara mjög góður, jafn góður og á sömu breiddargráðu og í Skandinavíu. Það gladdi okkur allavega mjög að sjá það,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað. „Við erum búnir að stunda viðarvaxtarmælingar í áratugi og það er nú niðurstaðan.“Edda og Hlynur í Miðhúsum við Egilsstaði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum við Egilsstaði urðu fyrstir bænda til að gera samning um að verða skógarbændur fyrir aldarfjórðungi. „Það kemur mér mest á óvart hvað skógarnir eru orðnir rosalega stórir,“ segir Edda og segist sjá það vel úr lofti þegar hún fljúgi yfir Fljótsdalshérað. „Svo kemur mér líka á óvart hvað lauftré, eins og eikur og hlynir og svoleiðis tré, vaxa mikið og vaxa vel.“ Ekki er langt síðan menn gerðu nánast grín að íslenskum skógum og skógrækt en þau viðhorf hafa verið að breytast. Menn hafa sannfærst um að alvöruskógar geta vaxið á Íslandi.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Einu sinni var Reykjavík til dæmis utan marka skógræktar, þar var ekki talið að unnt væri að rækta skóg. En nú dylst engum, í Heiðmörk, Öskjuhlíð og víða á höfuðborgarsvæðinu, er bara að vaxa upp timburskógur,“ segir Þröstur Eysteinsson. „Það er reyndar búið að vera vitað í nokkuð mörg ár að margar trjátegundir vaxa hér álíka vel og á sömu breiddargráðum í Skandinavíu þar sem skógariðnaður er aðalatvinnuvegurinn. Þetta á við um sitkagreni, rússalerki, stafafuru, alaskaösp, - við höfum nokkrar tegundir til að velja úr sem vaxa hér bara alveg ágætlega. Og það er grunnurinn að því að rækta þær í nægilega stórum stíl til þess að hér geti orðið skógariðnaður, - ef við viljum,“ segir Þröstur. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00 Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
„Við erum ekkert alveg á hjara veraldar hér á Íslandi. Við erum vel innan þess svæðis þar sem skógur vex ágætlega,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum. „Þetta eru ekki bara innsveitir á Austurlandi og Norðurlandi. Þetta er stór hluti af byggðu bóli á Íslandi þar sem er hægt að rækta skóg, miklu stærri en við héldum áður. Meira að segja á Vestfjörðum,“ segir Þröstur. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem nú má sjá í heild sinni á Vísi. Þar var rætt við forystufólk í skógrækt á Fljótsdalshéraði um vaxandi skógarauðlind á Íslandi og tækifæri sem hún gefur til atvinnusköpunar. Dæmi voru sýnd frá Hallormsstað þar sem kominn er vísir að timburiðnaði og trjábolir meðal annars sagaðir niður í borðvið. Að mati Þrastar gefur skógariðnaður færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins. „Kannski hefur vaxtarhraðinn komið okkur dálítið á óvart. Hann er bara mjög góður, jafn góður og á sömu breiddargráðu og í Skandinavíu. Það gladdi okkur allavega mjög að sjá það,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað. „Við erum búnir að stunda viðarvaxtarmælingar í áratugi og það er nú niðurstaðan.“Edda og Hlynur í Miðhúsum við Egilsstaði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum við Egilsstaði urðu fyrstir bænda til að gera samning um að verða skógarbændur fyrir aldarfjórðungi. „Það kemur mér mest á óvart hvað skógarnir eru orðnir rosalega stórir,“ segir Edda og segist sjá það vel úr lofti þegar hún fljúgi yfir Fljótsdalshérað. „Svo kemur mér líka á óvart hvað lauftré, eins og eikur og hlynir og svoleiðis tré, vaxa mikið og vaxa vel.“ Ekki er langt síðan menn gerðu nánast grín að íslenskum skógum og skógrækt en þau viðhorf hafa verið að breytast. Menn hafa sannfærst um að alvöruskógar geta vaxið á Íslandi.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Einu sinni var Reykjavík til dæmis utan marka skógræktar, þar var ekki talið að unnt væri að rækta skóg. En nú dylst engum, í Heiðmörk, Öskjuhlíð og víða á höfuðborgarsvæðinu, er bara að vaxa upp timburskógur,“ segir Þröstur Eysteinsson. „Það er reyndar búið að vera vitað í nokkuð mörg ár að margar trjátegundir vaxa hér álíka vel og á sömu breiddargráðum í Skandinavíu þar sem skógariðnaður er aðalatvinnuvegurinn. Þetta á við um sitkagreni, rússalerki, stafafuru, alaskaösp, - við höfum nokkrar tegundir til að velja úr sem vaxa hér bara alveg ágætlega. Og það er grunnurinn að því að rækta þær í nægilega stórum stíl til þess að hér geti orðið skógariðnaður, - ef við viljum,“ segir Þröstur.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00 Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07