Hróp gerð að Bjarna Benediktssyni á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2014 15:16 Gríðarlegur hiti er nú á þingi vegna tillögu um að slíta beri viðræðum við ESB. vísir/stefán Nú standa yfir umræður á þingi, um fundarstjórn forseta, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við það hvernig tilkynnt var um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umræðum við Evrópusambandið. Beina útsendingu frá umræðunum má sjá hér að neðan. Fyrst tók til máls Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu sem fordæmdi það hvernig málið bar að og hvernig það var sett á dagskrá þingsins. Áður en búið var að ljúka umræðu um skýrslu sem fjallar um aðildarviðræðurnar. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu taldi þetta lýsandi fyrir það hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnar eru og hvernig hún ætlar að bera sig að við þær. Svandís Svavarsdóttir Vg spurði hvort skýrslan ætti ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku? Hún sagði þetta óásættanlegt og lítilsvirðandi við þingið að þessi skýrsla var skrípaleikur, þingið og þjóðin hafa verið höfð að fífli. Róbert Marshall Bjartri Framtíð sagði það nú opinberast hverslags pólitískir hryggleysingjar það eru sem skipa þessa ríkisstjórn. Pólitísk lindýr sem ekki þora að fara með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gripið til þess ráðs, í skjóli nætur því sem næst, að koma málinu á dagskra: Pólitískt óhæfuverk sem hér er verið að fremja að ekki er hægt að finna samjöfnuð í íslenskri sögu. Bergmál þessa óhæfuverks mun hljóma lengi. Birgitta Jónsdóttir Pírötum tók undir þetta og sagði um pólitískt óhæfuverk væri að ræða.Umræðan stendur enn yfir en gerð voru hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hann kom í pontu svaraði á þá leið að svo virtist sem stjórnarandstaðan væri að frábiðja sér því að fá tilkynningar um dagskrá. ESB-málið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Nú standa yfir umræður á þingi, um fundarstjórn forseta, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við það hvernig tilkynnt var um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umræðum við Evrópusambandið. Beina útsendingu frá umræðunum má sjá hér að neðan. Fyrst tók til máls Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu sem fordæmdi það hvernig málið bar að og hvernig það var sett á dagskrá þingsins. Áður en búið var að ljúka umræðu um skýrslu sem fjallar um aðildarviðræðurnar. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu taldi þetta lýsandi fyrir það hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnar eru og hvernig hún ætlar að bera sig að við þær. Svandís Svavarsdóttir Vg spurði hvort skýrslan ætti ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku? Hún sagði þetta óásættanlegt og lítilsvirðandi við þingið að þessi skýrsla var skrípaleikur, þingið og þjóðin hafa verið höfð að fífli. Róbert Marshall Bjartri Framtíð sagði það nú opinberast hverslags pólitískir hryggleysingjar það eru sem skipa þessa ríkisstjórn. Pólitísk lindýr sem ekki þora að fara með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gripið til þess ráðs, í skjóli nætur því sem næst, að koma málinu á dagskra: Pólitískt óhæfuverk sem hér er verið að fremja að ekki er hægt að finna samjöfnuð í íslenskri sögu. Bergmál þessa óhæfuverks mun hljóma lengi. Birgitta Jónsdóttir Pírötum tók undir þetta og sagði um pólitískt óhæfuverk væri að ræða.Umræðan stendur enn yfir en gerð voru hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hann kom í pontu svaraði á þá leið að svo virtist sem stjórnarandstaðan væri að frábiðja sér því að fá tilkynningar um dagskrá.
ESB-málið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira