Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 08:40 „Samþykkt ríkisstjórnar Íslands sl. föstudag þess efnis að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun,“ segir Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og iðnaðarráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann telur líklegt að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykki þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hjörleifur segir að aðildarumsóknin hafi „hvílt eins og mara á þjóðinni í rösk fjögur ár“ og heldur áfram: „Meirihlutinn fyrir þeirri samþykkt var illa fenginn eins og berlega kom fram við afgreiðslu málsins á Alþingi og forsendurnar harla óljósar.“ Hjörleifur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem stjórnarflokkarnir hafa fengið, fyrir að efna ekki kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingsályktunartillagan um að draga aðildarumsóknina til baka er því rökrétt framhald af síðustu alþingiskosningum og stjórnarsáttmála flokkanna og kveður á um að ekki skuli sótt um aðild á ný nema skýr vilji kjósenda þar að lútandi liggi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hjörleifur gagnrýnir málflutning Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Hann segir ennfremur að tími sé kominn til þess að endurskoða EES samninginn. Hann telur einnig að tími sé kominn til þess að endurskoða samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. „Sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóða lýkur aldrei og í því efni þarf hver kynslóð að svaa kalli. Ákvörðun um að slíta aðildarviðræðum við ESB skapar Íslendingum kærkomið andrúm til að hugsa sinn gang í samskiptum við aðrar þjóðir.“ ESB-málið Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
„Samþykkt ríkisstjórnar Íslands sl. föstudag þess efnis að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun,“ segir Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og iðnaðarráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann telur líklegt að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykki þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hjörleifur segir að aðildarumsóknin hafi „hvílt eins og mara á þjóðinni í rösk fjögur ár“ og heldur áfram: „Meirihlutinn fyrir þeirri samþykkt var illa fenginn eins og berlega kom fram við afgreiðslu málsins á Alþingi og forsendurnar harla óljósar.“ Hjörleifur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem stjórnarflokkarnir hafa fengið, fyrir að efna ekki kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingsályktunartillagan um að draga aðildarumsóknina til baka er því rökrétt framhald af síðustu alþingiskosningum og stjórnarsáttmála flokkanna og kveður á um að ekki skuli sótt um aðild á ný nema skýr vilji kjósenda þar að lútandi liggi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hjörleifur gagnrýnir málflutning Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Hann segir ennfremur að tími sé kominn til þess að endurskoða EES samninginn. Hann telur einnig að tími sé kominn til þess að endurskoða samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. „Sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóða lýkur aldrei og í því efni þarf hver kynslóð að svaa kalli. Ákvörðun um að slíta aðildarviðræðum við ESB skapar Íslendingum kærkomið andrúm til að hugsa sinn gang í samskiptum við aðrar þjóðir.“
ESB-málið Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira