Meirihluti kjósenda allra flokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2014 12:41 Yfir 60 prósent kjósenda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta kom fram í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki gefið afdráttarlaus svör hvort hann telji sig vera að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um aðra hluti en ESB. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni það vera meiri svik við kjósendur Sjálfstæðisflokksins að halda aðildarviðræðum áfram en að draga umsóknina til baka. „Skoðanakannanir sýna að minnihluti þjóðarinnar vill ganga inn í Evrópusambandið,“ sagði Bjarni. Fréttamaður benti Bjarna á að sömuleiðis vildi meirihluti landsmanna fá að greiða atkvæði um samninginn. „Það er flækjustig. Það er hluti þess vanda sem við höfum átt við á undanförnum árum.“ Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem framkvæmd var undir lok janúarmánaðar var eftirfarandi spurningar spurt.Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum næsta vor? Þegar horft er til kjósenda stjórnmálaflokka landsins sést að mikill meirihluti þeirra vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins vildu 65,3 prósent kjósenda flokksins fá þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitastjórnarkosningum. Björt framtíð 84,8% Framsóknarflokkur 68,9% Sjálfstæðisflokkur 65,3% Samfylkingin 80,8% Vinstri grænir 65,6% Píratar 83,9% Hringt var í 1.322 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 29. og 30. janúar. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Tengdar fréttir Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30 Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00 Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40 Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Yfir 60 prósent kjósenda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta kom fram í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki gefið afdráttarlaus svör hvort hann telji sig vera að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um aðra hluti en ESB. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni það vera meiri svik við kjósendur Sjálfstæðisflokksins að halda aðildarviðræðum áfram en að draga umsóknina til baka. „Skoðanakannanir sýna að minnihluti þjóðarinnar vill ganga inn í Evrópusambandið,“ sagði Bjarni. Fréttamaður benti Bjarna á að sömuleiðis vildi meirihluti landsmanna fá að greiða atkvæði um samninginn. „Það er flækjustig. Það er hluti þess vanda sem við höfum átt við á undanförnum árum.“ Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem framkvæmd var undir lok janúarmánaðar var eftirfarandi spurningar spurt.Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum næsta vor? Þegar horft er til kjósenda stjórnmálaflokka landsins sést að mikill meirihluti þeirra vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins vildu 65,3 prósent kjósenda flokksins fá þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitastjórnarkosningum. Björt framtíð 84,8% Framsóknarflokkur 68,9% Sjálfstæðisflokkur 65,3% Samfylkingin 80,8% Vinstri grænir 65,6% Píratar 83,9% Hringt var í 1.322 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 29. og 30. janúar. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Tengdar fréttir Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30 Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00 Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40 Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30
Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00
Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00
Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40
Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30