Þjálfari Olympiacos: Þetta er ekki nóg til að komast áfram

Spánverjinn Míchel, þjálfari gríska liðsins, var eðlilega kampakátur með sigurinn og stoltur af frammistöðu sinna manna en hann segir það af og frá að þessi úrslit dugi til að komast áfram í átta liða úrslitin.
„Að vinna frábært lið eins og United og gera það á þann hátt sem við gerðum er mjög sérstakt. Ég get ekki leynt gleði minni. Ég er stoltur af leikmönnunum mínum. Þetta er frábær stund fyrir okkur,“ sagði Míchel við vef UEFA eftir leikinn.
„En nú verðum við að fara undirbúa okkur fyrir fyrir seinni leikinn. Við eigum enn leikinn á Old Trafford eftir. Við búumst við öðruvísi liði United-liði þar. Við virðum þetta lið gríðarlega.“
„Sá sem heldur að 2-0 sigur sé nóg til að komast áfram hefur rangt fyrir sér. Þetta er ekki nóg til að komast áfram gegn United á Old Trafford. Við verðum að halda áfram að vinna í okkar leik til að komast áfram og endurskrifa söguna,“ sagði Míchel.
Tengdar fréttir

Carrick: Þetta er ekki búið
Man. Utd olli miklum vonbrigðum gegn Olympiakos í Grikklandi í kvöld er liðið tapaði 2-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband
Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Carroll: Ætlum að valda United vandræðum
Norður-Írinn Roy Carroll, fyrrum markvörður Manchester United, mætir sínu gamla félagi í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Leikirnir gegn Olympiakos verða erfiðir
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, ræddi í fjölmiðlum stöðuna að geta ekki notað Juan Mata í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Moyes: Okkar lélegasti leikur í Meistaradeildinni
Það er heldur betur farið að hitna undir David Moyes, stjóra Man. Utd, eftir neyðarlegt tap gegn Olympiakos í Grikklandi þar sem hans lið gat nákvæmlega ekki neitt.

Van Persie: Liðsfélagarnir eru fyrir mér
Robin van Persie segist neyddur til að breyta um leikstíl því leikmenn Manchester United séu að þvælast fyrir honum inn á vellinum.