Volkswagen að eignast Scania Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2014 11:07 Vöruflutningabíll frá Scania. Lovelyrides Volkswagen rær nú að því öllum árum að eignast vörubílaframleiðandann Scania að fullu. Volkswagen á nú þegar megnið af fyrirtækinu og hefur 89,2% atkvæðisrétt í Scania. Vandi Volkswagen er hinsvegar sá að minnihlutaeigendur í Scania hafa staðið í vegi fyrir því að Volkswagen eignist fyrirtækið að fullu. Svo langt er Volkswagen hinsvegar tilbúið að ganga að þeir bjóða nú 36% yfirverð fyrir bréfin sem eftir standa Bréf Scania standa nú í 147,5 sænskum krónum en Volkswagen býður 200 krónur í hvert bréf. Volkswagen þarf að eignast meira en 90% í félaginu, samkvæmt sænskum lögum, til að geta krafið aðra eigendur til sölu sinna bréfa. Helsta ástæðan fyrir miklum áhuga Volkswagen til þess að eignast Scania að fullu er vilji VW til að samtvinna starfsemi Scania við MAN vörubílaframleiðandann, sem Volkswagen á að fullu. Bréf Scania hafa hækkað um 7,4% á síðustu 12 mánuðum og er heildarvirði félagsins er nú 2.040 milljarðar króna. Volkswagen eignaðist sín fyrstu bréf í Scania árið 2000 og var komið í meirihlutaeigu þess árið 2008. Sameinað félag MAN og Scania verður betur til þess fallið að keppa við hin markaðsleiðandi trukkafyrirtæki Mercedes Benz og Volvo og skýrir það ennfremur áhuga Volkswagen. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Volkswagen rær nú að því öllum árum að eignast vörubílaframleiðandann Scania að fullu. Volkswagen á nú þegar megnið af fyrirtækinu og hefur 89,2% atkvæðisrétt í Scania. Vandi Volkswagen er hinsvegar sá að minnihlutaeigendur í Scania hafa staðið í vegi fyrir því að Volkswagen eignist fyrirtækið að fullu. Svo langt er Volkswagen hinsvegar tilbúið að ganga að þeir bjóða nú 36% yfirverð fyrir bréfin sem eftir standa Bréf Scania standa nú í 147,5 sænskum krónum en Volkswagen býður 200 krónur í hvert bréf. Volkswagen þarf að eignast meira en 90% í félaginu, samkvæmt sænskum lögum, til að geta krafið aðra eigendur til sölu sinna bréfa. Helsta ástæðan fyrir miklum áhuga Volkswagen til þess að eignast Scania að fullu er vilji VW til að samtvinna starfsemi Scania við MAN vörubílaframleiðandann, sem Volkswagen á að fullu. Bréf Scania hafa hækkað um 7,4% á síðustu 12 mánuðum og er heildarvirði félagsins er nú 2.040 milljarðar króna. Volkswagen eignaðist sín fyrstu bréf í Scania árið 2000 og var komið í meirihlutaeigu þess árið 2008. Sameinað félag MAN og Scania verður betur til þess fallið að keppa við hin markaðsleiðandi trukkafyrirtæki Mercedes Benz og Volvo og skýrir það ennfremur áhuga Volkswagen.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent