Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 17:51 Sigríður Ingibjörg segir Bjarna hafa beðið Katrínu Júlíusdóttur um að "róa sig,“ en slíkt sé dæmi um þekkt bragð þeirra sem vilja niðurlægja konur. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“ Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“
Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52