Íslenski boltinn

Hægt að verða ársmiðahafi hjá íslenska landsliðinu í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að bjóða upp á nýung í miðasölu sinni fyrir komandi leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem landsliðshópurinn var kynntur fyrir vináttulandsleik á móti Wales í næstu viku.

Mikil eftirspurn var eftir miðum á síðustu heimaleiki íslenska liðsins í undankeppni HM 2014 og það var uppselt á alla leiki síðasta haust.

„Við viljum fara af stað með forsölu á mótspassa - leiki á alla leiki Íslands í Evrópukeppninni. Áfram er samt hægt að kaupa einstaka miða," sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins á blaðamannafundinum.

Það fór allt á annan endann á Íslandi síðasta haust þegar miðar á umspilsleikinn við Króatíu seldust strax upp en miðasalan var sett af stað um miðja nótt.

„Ársmiðinn gildir á alla leiki. Ef við förum í umspilsleik hefur ársmiðahafinn forgang. Þetta er spennandi hugmynd en frekar kynnt síðar," sagði Heimir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×