Hin mikilvæga Úkraína Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2014 15:55 Úkraína logar og ekki stendur öllum ríkjum á sama. Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins. Úkraína Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins.
Úkraína Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira