Bílasölur í Bílgreinasambandinu kanna veðbönd Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2014 11:50 Margt ber að varast við kaup á notuðum bílum. Bílgreinasambandið hvetur fólk til að kynna sér bílasala við kaup á notuðum bílum. Í frétt hér fyrr í dag var greint frá að alltof algengt væri að bílar gengju kaupum og sölum sem hefðu á sér veðbönd sem leitt gæti til þess að nýir eigendur þeirra ættu á hættu að bílar þeirra yrðu teknir uppí veð. Í tilefni þess sendi Bílgreinasambandið frá sér eftirfarandi skilaboð. "Í viðskiptum með notaða bíla eru margir þættir sem kaupandi notaðs bíls verður að hafa í huga. Ekki er við því að búast að allir viti nákvæmlega hvað ber að varast í viðskiptum með notaða bíla og því er það afar brýnt að fólk leiti sér upplýsinga hjá fagaðilum við slík viðskipti. Innan Bílgreinasambandsins eru nokkrar bílasölur en Bílgreinasambandið gerir ákveðnar kröfur til sinna félagsmanna. Meðal þeirra er að viðkomandi hafi lokið prófi til löggildingar bifreiðasala og hafi gilt starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélaga. Þeir aðilar sem staðist hafa próf til löggildingar vita og kunna hvað það er sem kanna þarf í viðskiptum með notaða bíla og eiga m. a. að kanna til hlýtar hvort um veðbönd sé að ræða á bílum áður en þeir skipta um eigendur. Þeir aðilar sem sannarlega verða uppvísir aðófaglegum vinnubrögðum eða sviksemi í starfi fá ekki að vera inna Bílgreinasambandsins segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins." Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent
Bílgreinasambandið hvetur fólk til að kynna sér bílasala við kaup á notuðum bílum. Í frétt hér fyrr í dag var greint frá að alltof algengt væri að bílar gengju kaupum og sölum sem hefðu á sér veðbönd sem leitt gæti til þess að nýir eigendur þeirra ættu á hættu að bílar þeirra yrðu teknir uppí veð. Í tilefni þess sendi Bílgreinasambandið frá sér eftirfarandi skilaboð. "Í viðskiptum með notaða bíla eru margir þættir sem kaupandi notaðs bíls verður að hafa í huga. Ekki er við því að búast að allir viti nákvæmlega hvað ber að varast í viðskiptum með notaða bíla og því er það afar brýnt að fólk leiti sér upplýsinga hjá fagaðilum við slík viðskipti. Innan Bílgreinasambandsins eru nokkrar bílasölur en Bílgreinasambandið gerir ákveðnar kröfur til sinna félagsmanna. Meðal þeirra er að viðkomandi hafi lokið prófi til löggildingar bifreiðasala og hafi gilt starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélaga. Þeir aðilar sem staðist hafa próf til löggildingar vita og kunna hvað það er sem kanna þarf í viðskiptum með notaða bíla og eiga m. a. að kanna til hlýtar hvort um veðbönd sé að ræða á bílum áður en þeir skipta um eigendur. Þeir aðilar sem sannarlega verða uppvísir aðófaglegum vinnubrögðum eða sviksemi í starfi fá ekki að vera inna Bílgreinasambandsins segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins."
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent