Gera ráð fyrir slæmu veðri á fjallvegum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2014 09:51 Vísir/GVA Hvasst var á Norðurlandi í nótt, allt frá Tröllaskaga að Vestfjörðum, og í dag verður enn hvasst víða. Einnig hefur snjóað víða og mældu sjálfvirkir mælar á Tröllaskaga 42 millimetra úrkomu síðasta sólarhringinn. Margar stöðvar á Norðurlandi sýna yfir 10 millimetra úrkomu. Verið er að kanna ástæður á vegum á Norðanverðu landinu sem og á Vestfjörðum og Austfjörðum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Fjallvegir eru víða ófærir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, en mokstur er hafinn á flestum leiðum. Gert er ráð fyrir hríðaveðri, skafrenningi og blindu samfara mikilli veðurhæð um norðanvert landið í allan dag. Þó á veðrið að skána í kvöld, en áfram verður strekkingur og bylur á heiðum. Vegir eru mikið til auðir á Suður- og Suðvesturlandi en þó eru hálkublettir á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Bláfjallavegi. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi, einkum á fjallvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á flestum leiðum á Snæfellsnesi og óveður við Hraunsmúla. Hálka og éljagagangur er á Vatnaleiði. Ófært er um Fróðárheiði og þæfingsfærð og skafrenningur í Svínadal. Á Vestfjörðum er ófært á Þröskuldum og Klettsháls einnig frá Brjánslæk að Klettsháls. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð og óveður er á Gemlufallsheiði. Þæfingsfærð er á Kleifarheiði, Hjallháls, í Ísafjarðardjúpi, á Flateyrarvegi og í Súgandafirði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum. Hálka er á Norðvesturlandi. Ófært er á Þverárfjalli. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs í Mánaskriðum og verður skoðað þegar líður á morguninn. Þungfært er í Héðinsfirði. Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur. Snjóþekja og skafrenningur er á Víkurskarði. Ófært er á Öxnadalsheiði, Mývatnsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi. Ófært er á Fjarðarheiði og Vatnskarði eystra. Hálkublettir eru frá Streiti og að Djúpavogi en greiðfært þaðan og áfram með suðurströndinni. Veður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Hvasst var á Norðurlandi í nótt, allt frá Tröllaskaga að Vestfjörðum, og í dag verður enn hvasst víða. Einnig hefur snjóað víða og mældu sjálfvirkir mælar á Tröllaskaga 42 millimetra úrkomu síðasta sólarhringinn. Margar stöðvar á Norðurlandi sýna yfir 10 millimetra úrkomu. Verið er að kanna ástæður á vegum á Norðanverðu landinu sem og á Vestfjörðum og Austfjörðum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Fjallvegir eru víða ófærir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, en mokstur er hafinn á flestum leiðum. Gert er ráð fyrir hríðaveðri, skafrenningi og blindu samfara mikilli veðurhæð um norðanvert landið í allan dag. Þó á veðrið að skána í kvöld, en áfram verður strekkingur og bylur á heiðum. Vegir eru mikið til auðir á Suður- og Suðvesturlandi en þó eru hálkublettir á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Bláfjallavegi. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi, einkum á fjallvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á flestum leiðum á Snæfellsnesi og óveður við Hraunsmúla. Hálka og éljagagangur er á Vatnaleiði. Ófært er um Fróðárheiði og þæfingsfærð og skafrenningur í Svínadal. Á Vestfjörðum er ófært á Þröskuldum og Klettsháls einnig frá Brjánslæk að Klettsháls. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð og óveður er á Gemlufallsheiði. Þæfingsfærð er á Kleifarheiði, Hjallháls, í Ísafjarðardjúpi, á Flateyrarvegi og í Súgandafirði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum. Hálka er á Norðvesturlandi. Ófært er á Þverárfjalli. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs í Mánaskriðum og verður skoðað þegar líður á morguninn. Þungfært er í Héðinsfirði. Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur. Snjóþekja og skafrenningur er á Víkurskarði. Ófært er á Öxnadalsheiði, Mývatnsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi. Ófært er á Fjarðarheiði og Vatnskarði eystra. Hálkublettir eru frá Streiti og að Djúpavogi en greiðfært þaðan og áfram með suðurströndinni.
Veður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira